Úttekt á viðbótarsparnaði vegna Covid-19

Úttekt á viðbótarsparnaði vegna COVID-19 heimil frá 1. apríl 2021 til 31. desember 2021.

Hluti af efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 snýr að fyrirframgreiðslum viðbótarsparnaðar. Úrræðið gildir um frjálsa séreign úr viðbótarsparnaði.

  • Umsóknartímabil: 1. apríl 2021 til 31. desember 2021. (Eyðublað vegna umsóknar verður aðgengilegt á heimasíðu Kviku á næstu dögum).
  • Heildargreiðsla er að hámarki 12 milljónir kr. á hvern einstakling, þó aldrei meira en uppsöfnuð inneign einstaklings þann 31. desember 2021.
  • Greitt er í jöfnum mánaðarlegum greiðslum, að hámarki 800.000 kr. á mánuði, að frádreginni staðgreiðslu tekjuskatts, á allt að 15 mánuðum frá umsókn. Útgreiðslutími styttist hlutfallslega ef um lægri fjárhæð er að ræða.
  • Ef einstaklingur á viðbótarsparnað hjá fleiri en einum vörsluaðila skal gera grein fyrir því í umsókn, en 12 milljón kr. hámarkið gildir um alla vörsluaðila viðbótarsparnaðar samtals.

Umsóknarfrestur er til 20. hvers mánaðar vegna útgreiðslu í byrjun næsta mánaðar

Fyrir sjóð 320 (Kvika séreign 1 – Kvika séreign 4): Útfyllt undirritað umsóknareyðublað ásamt afriti af skilríki skal senda í tölvupósti á lifeyrir@tplus.is.

Fyrir sjóð 322 (Innlánaleið og Ævileið): Útfyllt undirritað umsóknareyðublað ásamt afriti af skilríki skal senda í tölvupósti á sparnadur@tplus.is.

Umsókn um sértæka útgreiðslu séreignarsparnaðar

Spurt og svarað

Þeir sem eiga viðbótarlífeyrissparnað geta fengið greitt út allt að 12 milljónir kr. á 15 mánuðum. Miðað er við stöðu 1. apríl 2020.

Opnað verður fyrir umsóknir 1.apríl 2020

Umsóknarfrestur er til 1. janúar 2021.

Viðbótarlífeyrissparnaðurinn mun greiðast út á 15 mánaða tímabili frá því að sótt er um. Ef um lægri fjárhæð en 12 milljónir kr. er að ræða styttist útgreiðslutími hlutfallslega.

Það liggur ekki fyrir en stefnt er að því að hefja greiðslur í byrjun maí 2020.

Útgreiðsla getur að hámarki numið 800 þús. kr. á mánuði og leggst tekjuskattur á útgreiðslurnar, eins og á aðrar tekjur. Lífeyrissjóðurinn stendur skil á staðgreiðslu skattsins.

Já, úttektin er tekjuskattsskyld. Lífeyrissjóðurinn stendur skil á staðgreiðslu skattsins.

Unnið er að útfærslu á umsóknarferlinu. Viðskiptavinir verða upplýstir um umsóknarferlið á næstu vikum.

Upplýsingar um inneign í viðbótarlífeyrissparnaði má nálgast á sjóðfélagavef.