Bankasvið

Bankasvið Kviku fjármagnar fyrirtæki og fjárfestingar viðskiptavina bankans. Einnig nýtir sviðið innviði bankans til þess að miðla lánum til annarra stofnanafjárfesta.

Dagleg bankaviðskipti viðskiptavina fara að mestu fram í netbanka Kviku. Í netbankanum geta viðskiptavinir sinnt fjölbreyttum bankaviðskiptum auk þess að fylgjast með stöðu verðbréfasafna hvar og hvenær sem er.

Kvika býður upp á hagstæða innlánsvexti. Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á úrval óbundinna og bundinna innlánsreikninga, bæði óverðtryggða og verðtryggða. Í netbanka Kviku er hægt að fylgjast með stöðu sparnaðar, stofna reglulegan sparnað, fá upplýsingar um áunna vexti og vaxtakjör reikninga. 

Þegar leitað er eftir ráðgjöf eru viðskiptastjórar Kviku til taks. Kvika hefur öflug tengsl við banka, sparisjóði og fyrirtæki í öllum helstu viðskiptalöndum Íslendinga sem auðveldar fyrirtækjum viðskipti erlendis.

Hafa má samband við viðskiptastjóra Kviku í síma 540 3200 eða senda tölvupóst á netfangið kvika@kvika.is fyrir frekari upplýsingar um sérbankaþjónustu Kviku. Opnunartími bankaþjónustu er á virkum dögum frá 9:00 til 16:00.