Eignastýring

Einkabankaþjónusta

Eigna- og sjóðastýring leggur áherslu á að veita viðskiptavinum breitt þjónustuframboð til þess að fjárfesta innanlands sem og á erlendum mörkuðum. Áhersla er lögð á að vera leiðandi í eigna- og sjóðastýringu með langtímahagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi

Alhliða fjármálaþjónusta með áherslu á langtímaárangur

Einkabankaþjónusta Kviku er alhliða fjármálaþjónusta fyrir efnameiri einstaklinga, fyrirtæki, sjóði og stofnanir. Boðið eru upp á persónulega, faglega og víðtæka þjónustu sem snýr fyrst og fremst að fjármálaumsýslu. 

Markmið sérfræðinga einkabankans er að starfa með viðskiptavinum að traustri langtímauppbyggingu eignasafna með fjárfestingum á innlendum sem og á erlendum mörkuðum auk þess að bjóða uppá víðtæka bankaþjónustu þar sem persónuleg fjármál eru í fyrirrúmi. 

Einkabanki Kviku býður upp á tvo valkosti, annars vegar virka eignastýringu og hins vegar fjárfestingarráðgjöf.

Eignastýring

Eignastýring Kviku hentar vel þeim viðskiptavinum sem óska eftir því að sérfræðingar eignastýringar stýri verðbréfasafni þeirra samkvæmt fyrirfram ákveðinni fjárfestingarstefnu sem er mótuð í samráði við hvern og einn viðskiptavin.

Í boði eru fimm eignastýringarleiðir sem sniðnar eru að þörfum viðskiptavina einkabankaþjónustu og endurspegla mismunandi fjárfestingarstefnu og áhættusnið. 

Fjárfestingaráðgjöf

Fjárfestingaráðgjöf Kviku hentar þeim viðskiptavinum sem vilja sjálfir taka virkan þátt í fjárfestingarákvörðunum. Viðskiptavinir fá aðgang að alhliða fjármálaráðgjöf, stöðu og horfum á markaði og frumkvæði um fjárfestingakosti frá sérfræðiteymi einkabankaþjónustu Kviku. Rík áhersla er lögð á reglulegt samband og góða upplýsingagjöf til viðskiptavina, enda eru aðstæður, markmið og þarfir hvers og eins ólíkar.

Nánari upplýsingar um einkabankaþjónustu Kviku má finna hér.

Framtakssjóðir Kviku

Traustir og eftirsóttir samstarfsaðilar eigenda, stjórnenda og fyrirtækja

Kvika er einn reynslumesti rekstraraðili framtakssjóða á Íslandi. Framtakssjóðir Kviku nýta tækifæri sem felast í langtímafjárfestingu í óskráðum hlutabréfum. Við horfum einkum til meðalstórra íslenskra fyrirtækja sem hafa góða rekstrarsögu, sterka stöðu á markaði og búa yfir áhugaverðum vaxtartækifærum.

Framtakssjóðir Kviku eru áhrifafjárfestar sem leggja áherslu á að styðja stjórnendur með markvissum hætti í að bæta rekstur og árangur félaga í eigu sjóðanna. Við hvetjum félögin til að sýna samfélagslega ábyrgð, tileinka sér góða viðskipta- og stjórnarhætti, gæta að fjölbreytni í stjórnun og huga að umhverfismálum. Við leggjum einnig mikla áherslu á samstarf og stuðning við stjórnendur þeirra fyrirtækja sem sjóðirnir fjárfesta í. Fulltrúar okkar taka virkan þátt í stefnumótun og rekstri félaganna með það að markmiði að hámarka vermæti til lengri tíma litið. Kvika er öflugur bakhjarl sem getur veitt fyrirtækjunum aðgang að fjármagni, þekkingu og tengslaneti.

Kvika rekur þrjá framtakssjóði  Auði I slf., Eddu slhf. og Freyju slhf.

Nánari upplýsingar um framtakssjóði Kviku má finna hér.

Fagfjárfestar

Framúrskarandi árangur og áralöng reynsla

Fjölmargir fagfjárfestar hafa valið Kviku sem sinn fjárvörsluaðila. Þjónusta við fagfjárfesta er sniðin að lífeyrissjóðum, fyrirtækjum og stofnunum. Sérfræðingar Kviku veita faglega ráðgjöf sem snýr að eignastýringu, ráðgjöf og greiningu á öllum helstu eignaflokkum.

Sérfræðingar Kviku veita ráðgjöf sem snýr að öllum þáttum fjárfestinga s.s. horfur á mörkuðum, ávöxtunarmarkmið, áhættu, sveiflum í ávöxtun og tímalengd fjárfestinga. Viðskiptavinir geta valið mismunandi þjónustustig. Fyrir utan að setja fjármuni í eignastýringu getur viðskiptavinurinn stýrt fjármunum sjálfur í samræmi við ráðgjöf sérfræðinga Kviku eða mótað fjárfestingastefnu í samráði við sérfræðinga sem stýra safninu.

Öflug upplýsingagjöf og traust eftirlit

Fagfjárfestar hafa mismunandi þarfir þegar kemur að ráðgjöf, upplýsingagjöf og skýrslugerð. Kvika koma til móts við sértækar þarfir viðskiptavina á þessu sviði, hverjar sem þær kunna að vera. Ásamt því að fylgjast grannt með þróun markaða hér heima og erlendis, sinna sérfræðingar Kviku virku innra eftirliti með eignasafni viðskiptavina og gæta þess að fjárfestingar séu innan stefnu á hverjum tíma. 

Nánari upplýsingar um þjónustu fyrir fagfjárfesta má finna hér.