Einkabankaþjónusta

Alhliða fjármálaþjónusta með áherslu á langtímaárangur

Einkabankaþjónusta Kviku er alhliða fjármálaþjónusta fyrir efnameiri einstaklinga, fyrirtæki, sjóði og stofnanir. Við bjóðum persónulega, faglega og víðtæka þjónustu sem snýr fyrst og fremst að fjármálaumsýslu. 

Markmið okkar er að starfa með viðskiptavinum okkar að traustri langtímauppbyggingu eignasafna með fjárfestingum á innlendum sem og á erlendum mörkuðum auk þess að bjóða uppá víðtæka bankaþjónustu þar sem við önnumst persónuleg fjármál. 

Við bjóðum upp á tvo valkosti, annars vegar virka eignastýringu og hins vegar fjárfestingarráðgjöf.

Eignastýring hentar vel þeim viðskiptavinum sem óska eftir því að sérfræðingar eignastýringar stýri verðbréfasafni þeirra samkvæmt fyrirfram ákveðinni fjárfestingarstefnu sem er mótuð í samráði við hvern og einn viðskiptavin.

Eignastýring Kviku býður uppá fimm eignaleiðir sem sniðnar eru að þörfum viðskiptavina einkabankaþjónustu og endurspegla mismunandi fjárfestingarstefnu og áhættusnið. 

Eignaleidir-eignastyringar

Eignaleiðir

Nánar má lesa um eignaleiðir Kviku hér:

 Eignaleið I

Eignaleið II

Eignaleið III

Eignaleið IV

 Eignaleið V

Fjárfestingarráðgjöf hentar þeim sem vilja sjálfir taka virkan þátt í fjárfestingarákvörðunum. Viðskiptavinir fá þá aðgang að alhliða fjármálaráðgjöf, stöðu og horfum á markaði og frumkvæði um fjárfestingakosti frá sérfræðiteymi einkabankaþjónustu Kviku. Rík áhersla er lögð á reglulegt samband og góða upplýsingagjöf til viðskiptavina, enda eru aðstæður, markmið og þarfir hvers og eins ólíkar.

Kvika býður upp á gott úrval spennandi fjárfestingakosta í samstarfi við traust fyrirtæki bæði innanlands og erlendis. Við finnum þá fjárfestingakosti sem skila viðskiptavinum okkar bestum árangri. Fjárfest er í innlendum og erlendum verðbréfum og sjóðum, þar á meðal hjá Júpiter, Akta, Credit Suisse, T.Rowe Price, Nordea og Wellington.

Pantaðu viðtal hjá sérfræðingum einkabankaþjónustu í síma 540 3200 eða með því að senda tölvupóst á einkabankathjonusta@kvika.is.

Verðskrá