Fagfjárfestar

Framúrskarandi árangur og áralöng reynsla

Fjölmargir fagfjárfestar hafa valið Kviku sem sinn fjárvörsluaðila. Þjónusta við fagfjárfesta er sniðin að lífeyrissjóðum, fyrirtækjum og stofnunum. Sérfræðingar Kviku veita faglega ráðgjöf sem snýr að eignastýringu, ráðgjöf og greiningu á öllum helstu eignaflokkum.

Sérfræðingar Kviku veita ráðgjöf sem snýr að öllum þáttum fjárfestinga s.s. horfur á mörkuðum, ávöxtunarmarkmið, áhættu, sveiflum í ávöxun og tímalengd fjárfestinga. Viðskiptavinir geta valið mismunandi þjónustustig. Fyrir utan að setja fjármuni í eignastýringu getur viðskiptavinurinn stýrt fjármunum sjálfur í samræmi við ráðgjöf sérfræðinga Kviku eða mótað fjárfestingastefnu í samráði við sérfræðinga sem stýra safninu.

Öflug upplýsingagjöf og traust eftirlit

Fagfjárfestar hafa mismunandi þarfir þegar kemur að ráðgjöf, upplýsingagjöf og skýrslugerð. Sérfræðingar Kviku koma til móts við sértækar þarfir viðskiptavina á þessu sviði, hverjar sem þær kunna að vera. Ásamt því að fylgjast grannt með þróun markaða hér heima og erlendis, sinna sérfræðingar Kviku virku innra eftirliti með eignasafni viðskiptavina og gæta þess að fjárfestingar séu innan stefnu á hverjum tíma. 


Erlendir samstarfsaðilar

Credit Suisse

Kvika hefur átt farsælt samstarf við alþjóðlega bankann Credit Suisse síðan 2004. Við bjóðum upp á fyrsta flokks þjónustu á alþjóðlegum mörkuðum í samstarfi við Credit Suisse hvort sem um er að ræða eignastýringu, ráðgjöf eða greiningu. Viðskiptavinir geta nýtt sér þá miklu og breiðu starfsemi sem þeir bjóða upp á um allan heim og spannar alla eignaflokka og markaði. Íslenskir fjárfestar hafa mikinn og góðan aðgang að alþjóðlegum fjárfestingakostum í gegnum Kviku og samstarf við Credit Suisse.

Athuga skal að reglur Seðlabanka Íslands heimila ekki nýjar fjárfestingar í fjármálagerningum í erlendri mynt og er það aðeins heimilað ef um endurfjárfestingu er að ræða.

T. Rowe Price

Kvika hóf samstarf við T. Rowe Price árið 2016 um sölu og dreifingu á sjóðum þeirra. T. Rowe Price er þekkt á heimsvísu fyrir mikið úrval sjóða í öllum eignaflokkum og mörkuðum. 

T. Rowe Price var stofnað í Bandaríkjunum árið 1937 og er fyritækið með um 760 milljarða dollara í eignastýringu og starfsemi í 16 löndum. Fjárfestingarstefnu T. Rowe Price er öguð með áherslu á rannsóknir, virka áhættustýringu og stöðugleika.

Wellington Management

Kvika hóf samstarf við Wellington Management árið 2016 um sölu og dreifingu á hlutabréfasjóðnum Global Quality Growth. Sjóðurinn fjárfestir í hlutabréfum á öllum helstu mörkuðum heims með langtíma árangur að leiðarljósi og áherslu á jafnvægi milli vaxtar, arðsemi og gæðaviðmiða.

Wellington Management var stofnað í Bandaríkjunum árið 1928 og er fyrirtækið með 969 milljarða dollara í stýringu og þjónustar viðskiptavni í yfir 55 löndum.

Sérhæfðar fjárfestingar á fasteignamarkaði

FÍ fasteignafélag

Árið 2012 var FÍ fasteignafélag stofnað en félagið sérhæfir sig í rekstri fasteignafélaga á atvinnuhúsnæðismarkaði í samvinnu við fjárfesta. 

FÍ fasteignafélag slhf. er að mestu í eigu lífeyrissjóða og með fjárfestingarstefnu sem hefur að markmiði að fjárfesta í vel staðsettu atvinnuhúsnæði með trausta leigutaka. FÍ fasteignafélag GP ehf. er ábyrgðar og rekstrarfélag í meirihlutaeigu Kviku. Félagið sérhæfir sig í rekstri fasteignasafna. Það sér um þjónustu við leigutaka og stýrir rekstri og viðhaldi fasteigna.

Sérgreind stýring

ALMC hf.

ALMC hf. er eignaumsýslufélag sem á eignir sem metnar eru á um það bil 700 milljónir evra. ALMC er með starfsemi í Reykjavík og London. Á milli ALMC og Kviku er þjónustusamningur um alla stoðþjónustu, þar með talið er umsýsla, vörslu-og uppgjörsþjónusta, ráðgjöf, upplýsingagjöf og skýrslugerð.

ALMC hf., fyrrum Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf., fór í greiðslustöðvun í mars 2009. Á greiðslustöðvunartímanum, sem varði þangað til í ágúst 2010, minnkaði félagið starfsemi sína til muna. Mikil vinna var lögð í að vernda virði eigna félagsins, endurskipuleggja fjárhag félagsins og undirbúa nauðasamnings tillögu. Í júlí 2011 samþykktu yfir 99% af kröfuhöfum félagsins nauðasamning sem var svo staðfestur af dómstólum í ágúst sama ár. Megin hlutverk félagsins er að hámarka endurheimtur til kröfuhafa.

Frekari upplýsingar varðandi ALMC hf. er að finna á heimasíðu félagsins www.almc.is