Framtakssjóðir Kviku

Traustir og eftirsóttir samstarfsaðilar eigenda, stjórnenda og fyrirtækja

Kvika er einn reynslumesti rekstraraðili framtakssjóða á Íslandi. Framtakssjóðir Kviku nýta tækifæri sem felast í langtímafjárfestingu í óskráðum hlutabréfum. Við horfum einkum til meðalstórra íslenskra fyrirtækja sem hafa góða rekstrarsögu, sterka stöðu á markaði og búa yfir áhugaverðum vaxtartækifærum.

Framtakssjóðir Kviku eru áhrifafjárfestar sem leggja áherslu á að styðja stjórnendur með markvissum hætti í að bæta rekstur og árangur félaga í eigu sjóðanna. Við hvetjum félögin til að sýna samfélagslega ábyrgð, tileinka sér góða viðskipta- og stjórnarhætti, gæta að fjölbreytni í stjórnun og huga að umhverfismálum. Við leggjum einnig mikla áherslu á samstarf og stuðning við stjórnendur þeirra fyrirtækja sem sjóðirnir fjárfesta í. Fulltrúar okkar taka virkan þátt í stefnumótun og rekstri félaganna með það að markmiði að hámarka vermæti til lengri tíma litið. Kvika er öflugur bakhjarl sem getur veitt fyrirtækjunum aðgang að fjármagni, þekkingu og tengslaneti.

Kvika rekur þrjá framtakssjóði Auði I slf., Eddu slhf. og Freyju slhf.

Auður I slf.

Auður I er fyrsti framtakssjóðurinn í rekstri Kviku. Sjóðurinn var upphaflega 3,2 milljarðar að stærð en yfir 20 fjárfestar lögðu sjóðnum til fjármagn þegar hann var stofnaður í febrúar 2008.  Auður I er fullfjárfestur og hefur frá stofnun fjárfest í átta fyrirtækjum, m.a. Ölgerðinni, Yggdrasil, Íslenska Gámafélaginu, Já, 365 og Securitas.

Auður.JPGEdda slhf.

Edda er annar framtakssjóðurinn í rekstri Kviku, stofnaður í apríl 2013 með 5,0 milljarða áskriftarloforðum frá 30 fjárfestum. Sjóðurinn er fullfjárfestur og hefur frá stofnun fjárfest í fjórum fyrirtækjum, Íslandshótelum, Domino‘s, Securitas og Marorku.  Edda hefur fjárfest í íslenskum fyrirtækjum með sterka stöðu á markaði, gott sjóðstreymi og áhugverð innlend sem erlend vaxtartækifæri. Fjárfestingar sjóðsins hafa m.a. verið í tengslum við fjármögnunar innri eða ytri vaxtartækifæra eða í tengslum við stjórnenda- eða eigendaskipti hjá fyrirtækjunum. Edda er áhrifaeigandi sem styður stjórnendur með markvissum hætti við stefnumótun og rekstur félaganna.

dominos.png islandshotel_v1.jpg securitas_350.png marorka.pngFreyja slhf.

Freyja er þriðji framtakssjóðurinn í rekstri Kviku. Sjóðurinn var stofnaður í júní 2018 og er 8 milljarðar að stærð. Freyja byggir á reynslu Kviku af rekstri Auðar I og Eddu, en sjóðurinn fjárfestir í íslenskum fyrirtækjum með sterka stöðu á markaði, öfluga stjórnendur, gott sjóðstreymi og áhugaverð vaxtartækifæri. Freyja er áhrifafjárfestir sem tekur virkan þátt í stefnumótun félaganna og styður stjórnendur með markvissum hætti við rekstur, veitir aðhald og eftirfylgni.  Freyja beitir sér sérstaklega fyrir því að félögin sem fjárfest er í tileinki sér góða stjórnarhætti og sýni samfélagslega ábyrgð. Sjóðurinn hefur frá stofnun fjárfest í tveimur fyrirtækjum, Ísmar og Arctic Adventures.

Framtakssjóðir Kviku eru fagfjárfestasjóðir undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins.

Ef þú ert með áhugavert fjárfestingartækifæri og í leit að öflugum samstarfsaðila má senda okkur tölvupóst á framtakssjodir@kvika.is .

Arctic-Ísmar.PNG