Júpíter sjóðir

Fjölbreyttir fjárfestingarkostir og framúrskarandi þjónusta

Júpíter rekstrarfélag var stofnað af Kviku árið 2006 og hefur frá árinu 2007 starfað með leyfi Fjármálaeftirlitsins sem rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. lögum 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Starfsleyfi félagsins tekur einnig til eignastýringar, fjárfestingarráðgjafar og vörslu og stjórnunar fjármálagerninga í sameiginlegri fjárfestingu. 

Júpíter rekur verðbréfa- og fjárfestingarsjóði sem eru rafrænt skráðir og opnir öllum til fjárfestingar. Félagið rekur einnig fagfjárfestasjóðina LEV-GB, LEV-EQ og IHF.

Ríkisverðbréfasjóður – Stuttur │ Ríkisskuldabréf

Ríkisskuldabréfasjóður │ Ríkisskuldabréf

Innlend hlutabréf │ Hlutabréf

Innlend skuldabréf │ Skuldabréf og innlán

Lausafjársjóður │ Skuldabréf og innlán

Júpíter hefur trygga stöðu sem sjálfstætt rekstrarfélag verðbréfasjóða sem vinnur að sameiginlegum hagsmunum sjóðsfélaga og rekstraraðila. Félagið er í eigu Kviku banka hf. Vörslufyrirtæki félagsins er Kvika banki hf. 

Óskir þú eftir að kaupa eða selja í sjóðum Júpíters er hægt að senda tölvupóst á sjodir@kvika.is

Um áhættu vegna fjárfestinga í verðbréfasjóðum

Fjárhagsleg áhætta fylgir fjárfestingum í sjóðum um sameiginlega fjárfestingu. Helstu áhættuþættir eru markaðsáhætta, lausafjáráhætta, rekstraráhætta, verðbólguáhætta, mótaðilaáhætta og stjórnmálaáhætta.  

Söguleg ávöxtun er hvorki áreiðanleg vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestum er ráðlagt að leita sérfræðiráðgjafar og kynna sér vel þá fjárfestingarkosti sem í boði eru. Jafnframt eru fjárfestar hvattir til að kynna sér reglur og útboðslýsingar sjóða sem nálgast má á vefsíðu Júpíters,  http://www.jupiter.is/. Skattlagning hlutdeildarskírteina fellur undir lög um tekjuskatt nr. 90/2003 um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur nr. 94/1996. Eigendur hlutdeildarskírteina í sjóðum eru hvattir til að kynna sér skattalega stöðu sína og leita ráðgjafar sérfræðinga s.s. skattalögfræðinga eða endurskoðenda. Ekki ætti að líta á þessa umfjöllun sem ráðgjöf eða ráðleggingu um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum, heldur er hún aðeins birt í upplýsingaskyni.


Júpíter rekstrarfélag hf. er fjármálafyrirtæki með starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfa- og fjárfestingarsjóða. Auk þess tekur starfsleyfið til eignastýringar, fjárfestingarráðgjafar og vörslu og stjórnun fjármálagerninga í sameiginlegri fjárfestingu.