Séreignasparnaður

Kvika starfrækir séreignasparnað þar sem launþegar geta greitt allt að 4% af launum og jafnframt fengið 2% mótframlag frá launagreiðanda skv. kjarasamningi. 

Ávöxtunarleiðir séreignasparnaðar Kviku gefa viðskiptavinum fjölbreytt val fjárfestingamöguleika í skuldabréfum, innlánum, hlutabréfum og öðrum verðbréfum. Hér að neðan má sjá þær ávöxtunarleiðir sem standa til boða. 

Séreignasparnaður 1

Séreignasparnaður 2

 • Leiðin fjárfestir í ríkisskuldabréfum, ríkisvíxlum, íbúðarbréfum og öðrum skuldabréfum í íslenskum krónum með ábyrgð íslenska ríkisins.  (Viðmið 70%)
 • Leiðin hefur heimild til að fjárfesta í peningamarkaðsskjölum og innlánum fjármálafyrirtækja.  (Viðmið 10%)
 • Leiðin hefur heimild til þess að fjárfesta í hlutabréfum fyrirtækja eða hlutabréfasjóðum að hámarki 20%  (Viðmið 20%)
 • Upplýsingar um ávöxtun og samsetningu 31.10.2019

Séreignasparnaður 3

 • Leiðin fjárfestir í ríkisskuldabréfum, ríkisvíxlum, íbúðarbréfum og öðrum skuldabréfum í íslenskum krónum með ábyrgð íslenska ríkisins.  (Viðmið 45%)
 • Leiðin hefur heimild til að fjárfesta í peningamarkaðsskjölum og innlánum fjármálafyrirtækja.  (Viðmið 5%)
 • Leiðin hefur heimild til að fjárfesta í hlutabréfum fyrirtækja eða hlutabréfasjóðum að hámarki 70%  (Viðmið 50%)
 • Upplýsingar um ávöxtun og samsetningu 31.10.2019

Séreignasparnaður 4

 • Leiðin fjárfestir í ríkisskuldabréfum, ríkisvíxlum, íbúðarbréfum og öðrum skuldabréfum í íslenskum krónum með ábyrgð íslenska ríkisins.  (Viðmið 25%)
 • Leiðin hefur heimild til að fjárfesta í peningamarkaðsskjölum og innlánum fjármálafyrirtækja.  (Viðmið 5%)
 • Leiðin hefur heimild til að fjárfesta í hlutabréfum fyrirtækja eða hlutabréfasjóðum. (Viðmið 70%)
 • Upplýsingar um ávöxtun og samsetningu 31.10.2019

Séreignasparnaður 5

 • Ávöxtunarleiðin fjárfestir í innlendum og erlendum hlutabréfum, skuldabréfum og verðbréfasjóðum með þeim takmörkunum sem 36. gr. a. laga nr. 129/1997 kveða á um. Jafnframt er möguleiki á að fjárfesta í íbúðahúsnæði til útleigu í samræmi við 11. tölul. 36. gr. laga nr. 129/1997
 • Leiðin hefur heimild til að fjárfesta í hlutabréfum fyrirtækja eða hlutabréfasjóðum ásamt hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða eða fjárfestingasjóða að hámarki 100%
 • Ávöxtunarleiðin hefur jafnframt heimild til að fjárfesta í ríkisskuldabréfum, ríkisvíxlum, íbúðarbréfum og öðrum skuldabréfum í íslenskum krónum með ábyrgð íslenska ríkisins að hámarki 80%
 • Leiðin hefur heimild til að fjárfesta í öðrum verðbréfum, þar með talið skuldabréfum tryggðum með veði í fasteign að hámarki 60%
 • Leiðin hefur einnig heimild til kaupa og reka íbúðarhúsnæði að hámarki 25%
 • Leiðin hefur jafnframt heimild til að fjárfesta í peningamarkaðsskjölum og innlánum fjármálafyrirtækja að hámarki 25%
 • Upplýsingar um ávöxtun og samsetningu 31.10.2019

Um séreignasparnað Kviku gilda lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.