Erlend starfsemi

Til þess að geta þjónustað viðskiptavini sína sem best heldur Kvika úti starfsemi tveggja félaga í Bretlandi, Kvika Securities Ltd. og Kvika Advisory Ltd., sem eru með skrifstofu í Mayfair hverfinu í London. Bæði félögin eru undir eftirliti breska fjármálaeftirlitsins (e. Financial Conduct Authority) og hafa starfsleyfi til reksturs sérhæfðra sjóða og fyrirtækjaráðgjafar.

Þjónusta

Skrifstofa dótturfélaga Kviku í London samanstendur af úrvals starfsfólki á sviði fyrirtækjaráðgjafar og fjárfestinga, sem gefur bankanum sérstöðu þegar kemur að ráðgjöf varðandi fjármagnsviðskipti milli landa sem og erlendar fjárfestingar.

Markmið Kviku með skrifstofum bæði á Íslandi og í Bretlandi er að brúa bilið milli Íslands og Evrópu og tengja Ísland við alþjóðlega markaði með því að veita íslenskum fjárfestum ráðgjöf við fjárfestingar erlendis og alþjóðlegum fjárfestum ráðgjöf við fjárfestingar á Íslandi.

Hægt er að hafa samband við skrifstofu Kviku í London í gegnum netfangið kvika@kvika.co.uk.