Stjórnarmenn

Ármann Þorvaldsson

Ármann útskrifaðist með MBA gráðu frá Boston University árið 1994 og er með BA gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað sem aðstoðarforstjóri Kviku banka frá maí 2019 en áður starfaði hann sem forstjóri bankans. Ármann hefur starfað á fjármálamarkaði í rúm tuttugu ár. Á árunum 1997 til 2005 var hann framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings og frá 2005 til 2008 framkvæmdastjóri Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi. Síðar starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá fasteignalánafélaginu Ortus Secured Finance í London þar til hann gekk til liðs við Virðingu árið 2015. Hann starfaði hjá Virðingu sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar þar til hann var ráðinn forstjóri Kviku í júní 2017.

Timothy Smalley

Timothy er með LLB (Hons) gráðu í lögfræði frá Birmingham University. Hann starfaði hjá National Westminster Bank (nú hluti af NatWest Group) og Abbey National (nú hluti af Santander Group) í 14 ár, eða frá 1989-2003, og stóran hluta þess tíma við fjármögnun fasteigna, þ.á m. sem yfirmaður fasteignafjármögnunar hjá Abbey National Treasury Services PLC. Á árunum 2003-2016 starfaði Timothy hjá fjárfestingarfélaginu R20 og undanfarin ár hefur hann stýrt fjárfestingarfyrirtækjunum Bluemoon Investments og Stondon Capital, sem taka þátt í ýmsum tegundum fjárfestinga- og lánaverkefna.

Magnús Ingi Einarsson

Magnús er með MSc gráðu í vélaverkfræði frá Virginia Tech í Bandaríkjunum og BSc gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann er með yfir 10 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. Magnús hóf störf í áhættustýringu hjá Straumi-Burðarási árið 2006 og stýrði m.a. útlánaáhættu bankans frá árinu 2009. Þá gegndi stöðu forstöðumanns áhættustýringar og síðar fjárstýringar frá stofnun Straums fjárfestingabanka fram til loka árs 2014 þegar hann tók við sem framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá Kviku banka.  Í júlí 2019 tók Magnús við stöðu framkvæmdastjóra bankasviðs Kviku.