Fréttir

2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015

17. mars 2024

Kvika gengur að kauptilboði Landsbankans í TM tryggingar

Eftir að hafa metið tilboðin með ráðgjöfum sínum hefur stjórn Kviku ákveðið að taka tilboði Landsbankans hf. með það að markmiði að ljúka endanlegri áreiðanleikakönnun og undirrita kaupsamning milli bankanna um kaup og sölu 100% hlutafjár TM eins fljótt og auðið er, með hefðbundnum fyrirvörum, s.s. samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins.

13. mars 2024

Kvika viðheldur framúrskarandi einkunn í UFS mati Reitunar

Bankinn hlaut 87 stig af 100 mögulegum og viðheldur því framúrskarandi einkunn í flokki A3. Bankinn er vel fyrir ofan meðaltal í öllum flokkum í samanburði við aðra innlenda útgefendur sem hafa farið í gegnum UFS greiningu hjá Reitun, sem eru um 40 talsins en meðaltal markaðarins er 72 stig af 100 mögulegum.

12. mars 2024

Yfir 100 milljarðar í innlánum Auðar á 5 ára afmælinu

Staða innlána Auðar, fjármálaþjónustu Kviku, hefur nú náð 100 milljörðum króna og hefur hún aukist um 70 milljarða síðustu tvö ár. Þá hefur viðskiptavinum Auðar fjölgað töluvert en í dag eru þeir orðnir um 45 þúsund.

06. mars 2024

Kvika uppfærir græna fjármálaumgjörð

Uppfærsla rammans var unnin í samvinnu við sjálfbærnisérfræðinga frá Swedbank. Þá hlaut uppfærður rammi jákvætt ytra álit frá alþjóðlega úttektaraðilanum Sustainalytics en sá aðili vottaði einnig fyrri ramma bankans árið 2021.

01. mars 2024

Sjálfbærniskýrsla Kviku

Þetta er í þriðja sinn sem Kvika gefur út sjálfbærniskýrslu en skýrslan er gefin út samhliða ársreikningi Kviku og dótturfélaga. Í skýrslunni er farið yfir árangur félagsins í málefnum sem snerta sjálfbærni. Úthlutunar- og áhrifaskýrsla bankans er gefin út sem hluti af sjálfbærniskýrslu Kviku þar sem gerð eru skil á grænum skuldbindingum samkvæmt grænni fjármálaumgjörð bankans.

26. febrúar 2024

Halldór Þór Snæland framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku

Halldór Þór Snæland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans. Á meðal vörumerkja sem heyra undir viðskiptabankasviðið eru Auður, Aur, Lykill, Netgíró og Straumur.

15. febrúar 2024

Ársreikningur Kviku banka 2023 og afkoma á fjórða ársfjórðungi

Á stjórnarfundi þann 15. febrúar 2024 samþykktu stjórn og forstjóri ársreikning samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir árið 2023.

18. janúar 2024

Hafsteinn Hauksson aðalhagfræðingur Kviku.

Hafsteinn á að baki áralanga reynslu af alþjóðlegum fjármálamarkaði, en hann hefur starfað við greiningar í fjárfestingateymi Lundúnaskrifstofu Kviku frá árinu 2019 og hefur vakið verðskuldaða athygli sem álitsgjafi á alþjóðlegri efnahagsþróun undanfarin ár.

04. janúar 2024

Vísitölur Kviku í desember 2023

Gengi hlutabréfavísitölu Kviku, KVIKAEQI, hækkaði mest allra vísitalna Kviku í mánuðinum en vísitalan hækkaði um 11,2% á milli mánaða.