Hluthafar Kviku samþykkja aukna heimild stjórnar til hækkunar hlutafjár - 14.7.2017

Hluthafafundur Kviku banka hf. fór fram í dag, 14. júlí 2017. Á fundinum var samþykkt að hækka heimild stjórnar til hlutafjárhækkunar samkvæmt A lið bráðabirgðaákvæðis I í samþykktum félagsins úr 200 milljónum króna í 400 milljónir króna að nafnvirði. Verði önnur skilyrði samþykkts kauptilboðs Kviku banka hf. í allt hlutafé Virðingar hf. uppfyllt er gert ráð fyrir að andvirði hlutafjárhækkunar samkvæmt heimildinni verði nýtt til greiðslu kaupverðs alls hlutafjár Virðingar hf.

Kvika kaupir allt hlutafé í Virðingu hf. - 30.6.2017

Eigendur 96,69% hlutafjár í Virðingu hafa samþykkt tilboð stjórnar Kviku í hlutafé fyrirtækisins, en skilyrði var að tilboðið yrði samþykkt af eigendum meira en 90% hlutafjár. Kaupverð nemur 2.560 milljónum króna og verður greitt með reiðufé. Kaupin eru áfram háð samþykki á hluthafafundi Kviku og samþykkis eftirlitsstofnana.

Kvika gerir kauptilboð í allt útgefið hlutafé Virðingar - 20.6.2017

Stjórn Kviku hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Virðingar. Ef af kaupunum verður er stefnt að því að sameina félögin.

Kaupverð samkvæmt tilboðinu nemur 2.560 milljónum króna og verður greitt með reiðufé. Kaupin eru háð ákveðnum skilyrðum, þar á meðal samþykki hluthafa beggja félaga og samþykkis eftirlitsstofnana.

Bjarki Sigurðsson ráðinn til einkabankaþjónustu Kviku - 20.6.2017

Bjarki Sigurðsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í einkabankaþjónustu Kviku. Bjarki er mjög reynslumikill og hefur starfað í einkabankaþjónustu og verðbréfaráðgjöf hjá Arion banka og forverum hans frá árinu 1999.

Kvika lýkur víxlaútboði - 17.6.2017

Kvika banki hf. hefur lokið útboði á sex mánaða víxlum í nýjum flokki, KVB 17 1221.

Kvika stækkar útgáfu víkjandi skuldabréfs í flokknum KVB 15 01 - 24.5.2017

Kvika hefur stækkað útgáfu á víkjandi skuldabréfi í flokknum KVB 15 01 um 450 milljónir króna að nafnvirði og er stærð flokksins 1.000 milljónir eftir stækkun. 

Ármann Þorvaldsson ráðinn forstjóri Kviku - 4.5.2017

Ármann Þorvaldsson hefur verið ráðinn forstjóri Kviku banka hf. og Marinó Örn Tryggvason aðstoðarforstjóri bankans.

397 milljóna króna hagnaður Kviku á fyrsta ársfjórðungi - 27.4.2017

Samkvæmt óendurskoðuðu samstæðuuppgjöri Kviku banka hf. fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2017 sem kynnt var á stjórnarfundi í dag nemur hagnaður eftir skatta 397 milljónum króna. Það er betri afkoma en áætlanir bankans gerðu ráð fyrir. Afkoma fyrstu þrjá mánuði ársins 2017 er allmikið hærri en afkoma bankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2016 sem nam um 176 milljónum króna.

Kvika velunnari heimsforeldra - 5.4.2017

UNICEF á Íslandi og Kvika endurnýjuðu nýverið styrktarsamning. Kvika er aðalsamstarfsaðili UNICEF á Íslandi á sviði bankaþjónustu, auk þess að vera sérstakur velunnari heimsforeldra. Á Íslandi eru vel yfir 25.000 heimsforeldrar og eru þeir hvergi hlutfallslega fleiri en hér á landi.

Arnar og Júlíus til liðs við markaðsviðskipti Kviku - 4.4.2017

Arnar Arnarsson og Júlíus Heiðarsson hafa verið ráðnir til markaðsviðskipta Kviku. Arnar og Júlíus hafa starfað á fjármálamörkuðum um árabil og hafa mikla reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum, jafnt innanlands sem erlendis.

Kvika leitar eftir starfsmanni í bakvinnslu erlendra viðskipta - 4.4.2017

Kvika leitar eftir öflugum og reynslumiklum einstaklingi til starfa í bakvinnslu erlendra viðskipta. Starfið felst í dag-legri umsjón með erlendum greiðslum, afstemmingumog skýrslugerð. Starfið felur einnig í sér mikil samskiptivið erlendar bankastofnanir.

Næsta stig endurreisnar - 30.3.2017

Efnahagsleg endurreisn Íslands hefur gengið vonum framar eins og flestir mælikvarðar bera með sér. Hins vegar tekur lengri tíma að endurvekja fullt traust í samfélaginu. Nýjar fréttir af sölu Búnaðarbankans á sínum tíma eru ekki til þess fallnar að flýta því ferli og minna okkur svo sannarlega á að vanda þarf til verka. Bankar eru í miðju hagkerfisins og við eigum öll snertifleti við banka í daglegu lífi okkar á einn eða annan hátt. Þess vegna skiptir máli að fjármálakerfið njóti trausts.

Kvika gefur út sex mánaða víxla - 27.3.2017

Kvika banki hf. hefur gefið út sex mánaða víxla að fjárhæð 2.000 milljónir króna. Um er að ræða útgáfu í víxlaflokknum KVB 17 0921 og er heildarheimild flokksins 2.000 m.kr. Fjármálaeftirlitið staðfesti lýsingu vegna umsóknar um töku víxlanna til viðskipta, þann 24. mars 2017, og sótt hefur verið um töku víxlanna til viðskipta í Kauphöll Íslands. 

Verðbréfamarkaður á tímamótum - 24.3.2017

Samtök fjármálafyrirtækja og Nasdaq Iceland stóðu í morgun fyrir fundi um íslenskan verðbréfamarkað í alþjóðlegu umhverfi.  Á fundinum flutti Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku, erindi sem bar nafnið Verðbréfamarkaður á tímamótum. Erindi Sigurðar Atla fjallaði um þau tækifæri og áskoranir sem felast í því að Ísland sé á ný orðið hluti af alþjóðamarkaði eftir afnám hafta. Aðrir framsögumenn á fundinum voru Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland.
Síða 1 af 7

Sýna fleiri