26. ágúst 2016

Kvika kynnir Eiðinn

Kvika kynnir í samstarfi við Rvk. Studios nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Eiðurinn. Myndin mun keppa um Gullnu skelina, aðalverðlaun San Sebastian kvikamyndahátíðarinnar sem fram fer á Spáni 16.-24. september. Myndin verður heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni nokkru áður og frumsýnd á Íslandi 9. september.

Eiðurinn fjallar um Finn, sem þykir skara fram úr í starfi sínu sem hjartaskurðlæknir. Þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í eiturlyfjaneyslu koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar.

Leikstjórn og framleiðsla myndarinnar er í höndum Baltasars Kormáks, auk þess sem hann leikur eitt að aðalhlutverkum myndarinnar. Aðrir aðalleikarar eru Hera Hilmarsdóttir og Gísli Örn Garðarsson. Handritið byggir á sögu Ólafs Egils Egilssonar sem skrifaði handritið í samstarfi við Baltasar.  

Stiklu úr Eiðnum má sjá hér.

201609Eidurinn.jpg

Til baka