23. janúar 2016

Kvika leitar að öflugum aðila í notendaþjónustu og kerfisumsjón

Kvika leitar að öflugum aðila í notendaþjónustu og kerfisumsjón. Viðkomandi hefur umsjón með daglegum rekstri og þjónustu við notendur. Kostur ef viðkomandi hefur áhuga á að taka þátt í tilfallandi forritunar og gagnaverkefnum.

Helstu verkefni:

  • Dagleg notendaþjónusta og kerfisumsjón
  • Uppsetning og þjónusta á vél- og hugbúnaði
  • Umsjón og rekstur á Windows netþjónum
  • Samskipti við birgja og þjónustuaðila

Hæfniskröfur:

  • Kerfisfræðingur eða sambærileg tölvumenntun
  • Mjög góð almenn tölvukunnátta og tækniþekking.
  • Góð þekking á tölvum og tengdum búnaði og hæfni til bilanagreininga
  • Reynsla af rekstri Microsoft umhverfis. Útstöðvum og netþjónum
  • Góð kunnáta á Active Directory/Exchange/System Center/Powershell
  • Góð þekking á Office og öðrum Microsoft hugbúnaði
  • Frumkvæði og vönduð vinnubrögð
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Microsoft prófgráður eru kostur
  • Forritunarreynsla og þekking er kostur
  • Reynsla úr fjármálageiranum er kostur

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2016. Nánari upplýsingar á www.capacent.is/kvika3101.  

Til baka