23. apríl 2016

Kvika leitar að öflugum og reynslumiklum einstaklingi í áhættustýringu

Kvika leitar eftir öflugum og reynslumiklum einstaklingi til starfa á sviði áhættustýringar. Um er að ræða alhliða starf innan áhættustýringar þar sem viðkomandi mun koma að öllum starfssviðum áhættustýringar og starfa með flestum sviðum bankans.

Starfssvið:

  • Greining og mat á áhættuþáttum í starfsemi bankans
  • Þátttaka í þróun og viðhaldi upplýsingakerfa innan bankans
  • Þróun aðferða og kerfa innan áhættustýringar
  • Þróun sjálfvirkni í upplýsingaöflun, skýrslugerð og vöktun
  • Skýrslugjöf til stjórnenda og eftirlitsaðila

Hæfni og þekking:

  • Þekking og reynsla af áhættustýringu og/eða fjárstýringu er nauðsynleg
  • Reynsla af vinnu í gagnagrunn og T-SQL (MS-SQL) kostur
  • Reynsla af greiningarvinnu og mjög góð greiningarhæfni
  • Gott vald á úrvinnslu og framsetningu talna og gagna
  • Háskólapróf á framhaldsstigi í verkfræði, tölvunarfræði, viðskiptafræði eða öðru sambærilegu
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2016.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Kviku eða senda umsóknir á netfangið starf@kvika.is. Umsókn um starfið skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veitir Hildur Þórisdóttir markaðs- og mannauðsstjóri Kviku, hildur.thorisdottir@kvika.is

Atvinnuauglýsing 

Til baka