Kvika banki hf. hélt aðalfund sinn fimmtudaginn 17. mars klukkan
12:00 í Borgartúni 25 í Reykjavík.
Á fundinum var ársreikningur
fyrir árið 2015 samþykktur og tillögur stjórnar bankans teknar til afgreiðslu. Samþykkt var að fækka aðalmönnum
í stjórn úr sjö í fimm og skipa eftirtaldir aðilar nýja stjórn Kviku: Þorsteinn
Pálsson stjórnarformaður, Finnur Reyr Stefánsson varaformaður stjórnar, Inga
Björg Hjaltadóttir, Jónas Hagan Guðmundsson og Anna Skúladóttir. Til setu í
varastjórn Kviku voru kjörin Kristín Guðmundsdóttir og Ármann Fr. Ármannsson.
Samþykkt var að fela stjórn að
undirbúa tillögu að lækkun á hlutafé bankans með greiðslu til hluthafa allt að
1.000 m.kr., en tillagan er sett fram í ljósi þess að bankinn hefur talsvert
umfram eigið með tilliti til eiginfjárkrafna. Endanleg ákvörðun um lækkunina
verður hjá hluthafafundi að fenginni tillögu stjórnar. Þá var stjórn veitt
heimild til útgáfu kaupréttaráætlunar fyrir starfsmenn og til útgáfu
áskriftarréttinda.