Euromoney hélt í vikunni vel heppnaða ráðstefnu um íslenskt
efnahagslíf í London. Meðal ræðumanna voru Bjarni Benediktsson fjármála- og
efnahagsráðherra, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri Seðlabanka Íslands
og Robert Parker ráðgjafi hjá Credit Suisse.
Sigurður Atli Jónsson forstjóri Kviku tók þátt í
pallborðsumræðum undir yfirskriftinni: Ísland, stöðugleiki til framtíðar og endurreisn
samkeppnishæfs og fjölbreytts efnahagslífs. Þátttakendur í pallborði ásamt
Sigurði Atla voru Jón Daníelsson frá London School of Economics, Mark Dowding
frá BlueBay Asset Management og Ivan Morozov frá T. Rowe Price.
