06. maí 2016

Kvika umsvifamest í viðskiptum í Kauphöll Íslands

Kvika var umsvifamest í viðskiptum í Kauphöll Íslands (Nasdaq Ísland) á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Af 1.363 milljarða króna heildarviðskiptum á skuldabréfa- og hlutabréfamarkaði í Kauphöll Íslands á tímabilinu nam heildarvelta Kviku 314 milljörðum króna, eða um 23% af heildarviðskiptum fyrstu fjóra mánuði ársins.

Kvika hefur haldið leiðandi stöðu á skuldabréfamarkaði frá upphafi árs. Af 977 milljarða króna heildarviðskiptum á skuldabréfamarkaði í Kauphöll Íslands á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2016 nam heildarvelta Kviku 241 milljarði króna, eða um 24,6% af heildarviðskiptum tímabilsins. Í apríl nam heildarvelta Kviku á skuldabréfamarkaði tæpum 49 milljörðum króna eða um 22,7% af heildarveltu sem nam 214 milljörðum króna.

Kvika var með þriðju mestu veltu á hlutabréfamarkaði á fyrstu fjórum mánuðum ársins en hún nam 73 milljörðum króna eða 19,1% af heildarviðskiptum með hlutabréf, sem námu 385 milljörðum króna. Í apríl nam heildarvelta Kviku á hlutabréfamarkaði um 18 milljörðum króna eða 20,2% af heildarveltu sem nam 89 milljörðum króna. Mest voru viðskipti með hlutabréf í Icelandair Group, Marel og Reitum fasteignafélagi. 

Til baka