10. maí 2016

Vel heppnað skákmaraþon til styrktar börnum frá Sýrlandi

Um þrjár milljónir króna söfnuðust í skákmaraþoni Hrafns Jökulssonar, Skákfélagsins Hróksins og Skákakademíu Reykjavíkur til styrktar börnum frá Sýrlandi. Maraþonið fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur á föstudag og laugardag og tefldi Hrafn alls 222 skákir við gesti og gangandi á tæpum 30 klukkustundum. 

Skákmaraþonið var haldið í samvinnu við Fatimusjóðinn og UNICEF á Íslandi og var Kvika á meðal þeirra fyrirtækja sem hétu á Hrafn í aðdraganda maraþonsins. Söfnunarféið fer í neyðaraðgerðir UNICEF í Sýrlandi og nágrannaríkjunum en milljónir barna búa þar við skelfilega neyð.

Enn er hægt að leggja söfnuninni lið með því að senda sms-ið STOPP í nr 1900 (1.900 krónur) eða leggja inn á reikning Fatimusjóðsins: 512-04-250461, kt 680808-0580.

Til baka