25. maí 2016

Kvika viðurkenndur ráðgjafi Iceland Seafood International

Í dag hófust viðskipti með hlutabréf í Iceland Seafood International hf. (auðkenni: ICESEA) á Nasdaq First North Iceland. Iceland Seafood International tilheyrir neytendaþjónustugeiranum og er fyrsta félagið sem tekið er til viðskipta á Nasdaq First North Iceland frá árinu 2011. Kvika er viðurkenndur ráðgjafi Iceland Seafood International á First North markaðnum. Öll félög skráð á First North verða að hafa samning við viðurkenndan ráðgjafa. Hlutverk viðurkenndra ráðgjafa er að leiðbeina útgefendum á First North í gegnum skráningarferli og ganga úr skugga um að skráningarskilyrði séu uppfyllt.

Iceland Seafood International er alþjóðleg fyrirtækjasamstæða sem sérhæfir sig í sölu, framleiðslu og markaðssetningu á fjölbreyttu úrvali af frosnum, ferskum, söltuðum og þurrkuðum sjávarafurðum. Höfuðstöðvar samstæðunnar eru á Íslandi og er rekstrinum skipt í þrjú svið með starfsemi í sjö dótturfélögum í Evrópu og Norður-Ameríku. Iceland Seafood International rekur skrifstofur víða um heim sem gerir fyrirtækinu kleift að ná til allra helstu markaða heims með sjávarafurðir.

Tilkynning Nasdaq um skráningu Iceland Seafood International.

Nasdaq_kauphollin_25052016-11-minni

Helgi Anton Eiríksson hringdi inn fyrstu viðskipti við opnun markaða.

Nasdaq_kauphollin_25052016-26-minni

Magnús Harðarson, Nasdaq Iceland, Helgi Anton Eiríksson, Iceland Seafood International og Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku.

Til baka