Þann 27. maí síðast liðinn hélt Kvika
ráðstefnu um erlendar fjárfestingar þar sem Robert Parker og Todd Leigh frá
Credit Suisse héldu erindi.
Robert Parker hefur áratugareynslu af
erlendum fjármálamörkuðum og hefur haldið árlega fyrirlestra á Íslandi frá
árinu 2004. Erindi Robert Parker fjallaði um hagvaxtarhorfur á heimsvísu og
horfur á verðbréfamörkuðum. Að hans mati eru frekar jákvæðar
hagvaxtarhorfur á þessu ári en þó mjög mismunandi eftir löndum. Góðar hagvaxtarhorfur
eru í Bandaríkjunum og Asíu en líkur á minni vexti í Evrópu og Japan. Í
erindi Parker kom fram að hann er frekar varkár á horfur markaða fyrir 2016.
Helstu ástæður eru þær að hlutabréfamarkaðir hafa hækkað mikið undanfarin
ár og verð á hlutabréfum yfir langtímameðaltali, sérstaklega í Bandaríkjunum.
Einnig er gert ráð fyrir frekari vaxtahækkunum í Bandaríkjunum á þessu ári sem
mun hafa áhrif á framvindu markaða. Heldur hefur hægt á tekjuvexti
fyrirtækja og því hefur verið mætt með niðurskurði kostnaðar. Að hans
mati eru hlutabréfamarkaðir ódýrari í Evrópu og Asíu en Bandaríkjunum.
Todd Leigh er framkvæmdarstjóri á
eignastýringarsviði Credit Suisse. Erindi Leigh fjallaði um HOLT
aðferðafræðina sem notuð er af yfir 700 eignastýringarfyrirtækjum. Todd Leigh
er einn af teyminu sem þróuðu HOLT á sínum tíma. Hann er ábyrgur fyrir
sjóðum sem fjárfesta samkvæmt aðferðafræði HOLT. Að auki hefur verið
þróuð aðferðafræði við val á fyrirtækjum sem byggir á æviskeiðum fyrirtækja
(ILC). HOLT ILC sjóðirnir beita virkri eignastýringaraðferð með vali á
60-80 fyrirtækjum hverju sinni.
Robert Parker
Todd Leigh