08. júní 2016

Kvika styrkir kvennalið Stjörnunnar

Kvika og meistaraflokkur Stjörnunnar í kvennaknattspyrnu hafa gert með sér þriggja ára samstarfssamning þar sem Kvika verður einn af aðalstyrktaraðilum kvennaliðs Stjörnunnar. Kvika hefur stutt við liðið frá árinu 2013 og á þeim tíma hafa stjörnustúlkur átt góðu gengi að fagna með bikarmeistaratitli árið 2015, Íslands- og bikarmeistaratitlum árið 2014 og Íslandsmeistaratitli árið 2013.

„Við í Stjörnunni erum mjög ánægð með áframhaldandi og aukinn stuðning Kviku. Kvika hefur verið mikilvægur bakhjarl liðsins frá árinu 2013 og því ánægjulegt að festa samstarf okkar í sessi með samningi til þriggja ára. Það er mjög mikilvægt fyrir liðið að hafa öfluga og stöðuga bakhjarla til að tryggja fjármögnun liðsins,“ segir Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs kvenna.

„Við hjá Kviku erum afskaplega stolt af því að styðja við bakið á frábæru liði Stjörnunnar. Samstarf okkar frá árinu 2013 hefur verið farsælt og ánægjulegt hefur verið að fylgjast með frábærum árangri liðsins. Við hlökkum til að fylgjast með sigrum þeirra í sumar,“ segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku.

2016-06-08-Kvika_Stjarnan-03822-FREinar Páll Tamimi formaður meistaraflokksráðs kvenna, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar og Sigurður Atli Jónsson forstjóri Kviku.


Til baka