09. júní 2016

Kvennaboð Kviku í i8

Kvika hélt á dögunum boð fyrir konur í fjárfestingum í listagalleríinu i8. Boðið var á sérstaka foropnun á sýningu skoska listamannsins Callum Innes, sem opnar í dag 9. júní og stendur til 6. ágúst 2016.

Callum Innes hóf að sýna verk sín opinberlega síðla á níunda áratugnum og árið 1992 voru tvær stórar sýningar verka hans, annars vegar í ICA í Lundúnum og hins vegar í Scottish National Gallery of Modern Art í Edinborg. Hann hefur verið talinn til einna mikilvægustu abstraktmálara sinnar kynslóðar og hefur fengið mikið lof sem slíkur í kjölfar stórra einka- og samsýninga víða um heim. Callum Innes hefur var tilnefndur bæði til Turner- og Jerwood verðlaunanna árið 1995 og árið 1998 hlotnuðust honum hin virtu NatWest verðlaun fyrir málun. Árið 2002 hlaut hann svo Jerwood verðlaunin.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu i8

Til baka