Kvika styrkti Team Spark, hóp 44 verkfræðinema við Háskóla
Íslands, sem tók þátt í alþjóðlegri hönnunar- og kappaksturskeppni háskólanema
á Silverstone brautinni í Englandi. Liðið lenti í 64. sæti af 114 keppendum með
192 stig.
Einnig tók liðið þátt í Formula SEA Italy á Ítalíu þar sem
þau lentu í 10. sæti af 30 keppendum.
Við óskum Team Spak til hamingju með árangurinn.