Haf studio, sem er hönnunar studíó rekið af þeim Hafsteini Júlíussyni og Karítas Sveinsdóttur, fékk á dögunum umfjöllun í nýjasta hefti breska hönnunarblaðsins Elle Decoration. Þar var fjallað um íslenska hönnun og hönnuði í framhaldi af hönnunar mars. Í blaðinu var meðal annars fjallað um innanhússhönnun þeirra á höfuðstöðvum Kviku í Borgartúni 25. Við hönnunina sóttu þau innblástur í nútíma norræna hönnun í bland við klassíska með það að markmiði að skapa bankanum stílhreina og fágaða umgjörð sem jafnframt er hlýleg og lifandi.
Hér má sjá greinina.
Kvika.is notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Sumar vefkökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru þær sjálfkrafa virkar
Tölfræðilegar vefkökur hjálpa okkur að bæta heildarupplifun gesta á vefsvæðinu með því að safna upplýsingum um notkun.
Vefkökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að safna upplýsingum um hegðun notanda til að geta birt viðeigandi auglýsingar.