Kvika lauk í gær
víxlaútboði á nýjum flokki, KVB 17 0323. Í boði voru 2.000 milljónir króna að
nafnvirði og bárust tilboð frá fjárfestum í 4.460 milljónir. Umframeftirspurn
nam því 2.460 milljónum króna. Víxlarnir voru seldir á 5,98% flötum vöxtum.
Uppgjör víxlanna fer fram þann 23. september
næstkomandi og verða þeir skráðir í Kauphöll Íslands (Nasdaq Iceland) í næstu
viku.
Sigurður
Atli Jónsson, forstjóri Kviku:
„Við erum mjög ánægð með viðtökur fjárfesta í útboðinu
og vaxtakjörin. Umframeftirspurnin endurspeglar mikið traust á bankanum.“