GE Capital
í eigu Guðna Eiríkssonar hefur keypt meirihluta í félaginu Skakkiturn ehf., umboðsaðila
Apple á Íslandi. Seljendur eru Bjarni Ákason og Valdimar Grímsson en þeir munu
áfram eiga hlut í fyrirtækinu, auk þess sem Bjarni mun starfa þar áfram og
sitja í stjórn. Kvika var ráðgjafi GE Capital í kaupunum.
Skakkiturn ehf. er umboðsaðili Apple á Íslandi og rekur verslanir
undir nafninu Epli. Hlutverk fyrirtækisins er að sjá um innflutning, dreifingu,
markaðssetningu, sölu og þjónustu á Apple vörum á íslenska markaðssvæðinu.
Apple er með mestu markaðshlutdeild á fjölda markaða, þar með talið einstaklingstölvum og sterka stöðu á
sjónvarpsmarkaði með Apple TV.