Á
stjórnarfundi þann 16. febrúar 2017, samþykkti stjórn og forstjóri ársreikning
samstæðu Kviku banka hf. fyrir árið 2016.
Sigurður Atli
Jónsson, forstjóri Kviku:
„Við
erum stolt af þeim frábæra árangri sem náðst hefur í stefnulegri uppbyggingu
Kviku, eina sérhæfða fjárfestingabanka Íslands. Að baki er fyrsta heila
rekstrarár Kviku og afkoma ársins gefur okkur góðan byr undir báða vængi.
Hagnaður ársins eftir skatta nam tæpum tveimur milljörðum króna og arðsemi
eigin fjár var 34,7%.
Kvika hefur sérstöðu á íslenskum
fjármálamarkaði og eftirspurn er mikil eftir sérhæfðri þjónustu okkar. Framtíðin er björt fyrir eina sjálfstæða fjárfestingabanka
landsins.
Framúrskarandi
árangur starfsfólks Kviku og fjárhagslegur styrkur Kviku grundvallast á skýrri
framtíðarsýn og einbeittri stefnulegri áætlun bankans. Sterkur grunnur og
vönduð vinnubrögð gerir okkur fær um að nýta bestu tækifærin til áframhaldandi
sóknar, öllum hagaðilum til heilla.“
Mikill
tekjuvöxtur og góð afkoma
Hagnaður Kviku árið 2016
nam 1.928 milljónum króna og arðsemi eiginfjár var 34,7%. Hreinar
rekstrartekjur námu 5.318 milljónum króna á tímabilinu og þar af voru tekjur á
síðari árshelmingi 3.154 milljónir króna.
Hreinar
þóknanatekjur námu 2.840 milljónum króna á árinu. Vöxtur var í eignastýringu á árinu og
námu eignir í stýringu 121 milljarði króna í lok árs 2016. Þóknanatekjur
fyrirtækjasviðs jukust umtalsvert milli ára í kjölfar aukinna umsvifa og
breyttra áherslna í útlánastarfsemi. Markaðsviðskipti bankans héldu sterkri
stöðu sinni og umtalsverður vöxtur var í gjaldeyrismiðlun. Fyrirtækjaráðgjöf
lauk stórum verkefnum á árinu, tengdum kaupum og sölu fyrirtækja og ráðgjafar á
sviði innviða.
Fjárfestingatekjur
námu 1.283 milljónum króna á árinu. Vaxtatekjur
af skuldabréfaeign bankans og hagnaðarhlutdeild fyrirtækjasviðs skilaði
rúmlega fjórðungi fjárfestingatekna ársins. Afkoma
af hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum í sjóðum nam 484 milljónum króna eða
12,9% ávöxtun af meðalstöðu ársins.
Hreinar
vaxtatekjur bankans voru 1.064 milljónir króna á árinu og vaxtamunur útlána
3,8%.
Rekstrarkostnaður nam 3.219
milljónum króna á árinu 2016. Rekstrarkostnaður reglulegrar starfsemi lækkaði í
takt við áætlun og var 14% lægri á árinu 2016 miðað við mánaðarlegan
rekstrarkostnað á seinni helmingi árs 2015.
Sterk fjárhagsleg staða
Í árslok 2016 námu
heildareignir samstæðu Kviku 59.563 milljónum króna samanborið við 61.614
milljónir króna í árslok 2015 og nemur lækkunin 3% á tímabilinu. Útlán til
viðskiptavina jukust á árinu og námu 26 milljörðum króna í lok árs 2016. Innlán
frá viðskiptavinum námu 32.479 milljónum króna í árslok 2016 samanborið við 30.544 milljónir króna árið 2015.
Lausafjárstaða
bankans er sterk og nam lausafjárþekjan (LCR) 152% í lok árs, vel umfram kröfur
um 90% lágmarksþekju. Handbært fé
í árslok nam 12.033 milljónum króna og lausafjáreignir og aðrar auðseljanlegar
eignir námu 17.245 milljónum króna. Hlutfall handbærs fjár, lausafjáreigna og
auðseljanlegra eigna af heildarskuldum bankans í árslok var 56%.
Bankinn var virkur á
fjármagnsmarkaði á árinu og bætti kjör sín verulega í reglulegum víxlaútboðum,
þar sem bankinn gaf út víxla að nafnvirði 8.000 milljónir króna. Í árslok 2016
námu útgefnir víxlar og víkjandi skuldabréf bankans 4.494 milljónum króna.
Eigið fé bankans í árslok
var 7.348 milljónir króna og jókst úr 6.293 milljón króna í árslok 2015, þrátt
fyrir lækkun hlutafjár að fjárhæð 1.000 milljónir króna á fyrri árshelmingi
2016. Eiginfjárhlutfall í lok desember var 20,6% samanborið við 23,5% í árslok
2015. Eiginfjárstaða bankans er sterk og eiginfjárhlutfall vel umfram kröfur
eftirlitsaðila.
Frekari upplýsingar má nálgast í ársreikningi bankans fyrir árið 2016.