27. apríl 2017

397 milljóna króna hagnaður Kviku á fyrsta ársfjórðungi

Samkvæmt óendurskoðuðu samstæðuuppgjöri Kviku banka hf. fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2017 sem kynnt var á stjórnarfundi í dag nemur hagnaður eftir skatta 397 milljónum króna. Það er betri afkoma en áætlanir bankans gerðu ráð fyrir. Afkoma fyrstu þrjá mánuði ársins 2017 er allmikið hærri en afkoma bankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2016 sem nam um 176 milljónum króna.

Starfsemi bankans á fyrsta ársfjórðungi 2017 hefur gengið vel. Eignir í stýringu námu 131 milljarði króna í lok mars 2017 og hafa vaxið um 10 milljarða króna frá áramótum. Horfur fyrir starfsemi bankans út árið 2017 eru mjög góðar.

Eigið fé Kviku nam í lok mars 2017 tæplega 7,5 milljörðum króna. Heildareignir bankans námu 100 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall samstæðu í lok mars 2017 var 19,9% miðað við framangreinda afkomu.

Kvika er skráð fyrir víkjandi skuldabréf hjá Nasdaq Iceland í flokknum KVB 15 01. Skuldabréfin eru til 10 ára og teljast til eiginfjárliðar B. Kvika er einnig með skráða víxla í flokkunum KVB 17 0622 og KVB 17 0921.

Til baka