Valitor hefur tilkynnt Kviku um tilraunir til að falast eftir kortaupplýsingum viðskiptavina. Umræddar tilraunir eiga það sammerkt að reynt er að fá viðskiptavin til að smella á hlekk í tölvupósti og gefa upp kortaupplýsingar auk Verified by VISA númersins til að fá endurgreiðslu af færslu sem þeir telja viðkomandi hafa innt af hendi. Tölvupóstarnir í þessu tilfelli líta út eins og þeir séu sendir frá Apple á bjagaðri íslensku.
Kvika áréttir að korthafar eiga ekki undir neinum kringumstæðum að gefa upp þriggja stafa öryggisnúmer eða Verified by VISA númerið sem sent er í farsíma korthafa þegar endurgreiðsla á sér stað.
Kvika.is notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Sumar vefkökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru þær sjálfkrafa virkar
Tölfræðilegar vefkökur hjálpa okkur að bæta heildarupplifun gesta á vefsvæðinu með því að safna upplýsingum um notkun.
Vefkökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að safna upplýsingum um hegðun notanda til að geta birt viðeigandi auglýsingar.