28. mars 2019

Vegna bókaðra miða með WOW Air

Þeir korthafar sem eiga bókað flug með WOW Air sem greitt var fyrir með greiðslukorti geta gert endurkröfu vegna flugferðar sem ekki verður farin.

Eyðublað vegna endurkröfu er hægt að nálgast hér eða á www.valitor.is. Eyðublaðið ásamt fylgiskjölum skal senda undirritað á endurkrofur@valitor.is.

Ef viðskiptavinir geta ekki skannað eyðublaðið og fylgigögn sem ekki eru á tölvutæku formi er hægt að taka mynd af gögnunum, t.d. með símamyndavél, og senda með tölvupóstinum.

Við bendum korthöfum á að senda inn endurkröfubeiðni sem fyrst þar sem afgreiðsla þessara mála getur tekið allt að þrjá til fjóra mánuði. Tímafrestur til að gera endurkröfu er 120 dagar frá því flug átti að verða.

Ekki eru greiddar bætur úr korta- og ferðatryggingum við gjaldþrot flugfélags. Við bendum á að ferðakortatryggingar ná ekki yfir annan kostnað vegna gjaldþrota flugfélaga t.d. hótel-, flug- eða bílaleigukostnaðar.

Hafi korthafar bókað ferð í gegnum ferðaskrifstofu bendum við á að hafa samband við ferðaskrifstofuna.

Nánari upplýsingar má nálgast á vef Samgöngustofu.

Til baka