27. september 2019

Hvatningarsjóðir Kviku óska styrkþegum til hamingju

Nýverið fór fram formleg úthlutun styrkja úr Hvatningarsjóðum Kviku fyrir skólaárið 2019-2020. Marinó Örn Tryggvason forstjóri Kviku, ásamt Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og Guðrúnu Hafsteinsdóttur formanni stjórnar Samtaka iðnaðarins úthlutuðu styrkjum. Alls voru það sex kennaranemar og átta iðnnemar sem hlutu styrki að þessu sinni. 

Hvatningarsjóður kennaranema er samstarfsverkefni Kviku og mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem hefur það að markmiði að hvetja öfluga einstaklinga til þess að velja nám í menntavísindum og efla vitunda um mikilvægi kennaranáms.

Hvatningasjóður iðnnema er samstarfsverkefni Kviku og Samtaka iðnaðarins sem hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenst atvinnulíf.


Eftirfarandi iðnnemar hlutu styrk:

Margrét Agnes Iversen - listakona og nemi í stálsmíði

Þóra Kolbrún Jóhannsdóttir - nemi í vélstjórn í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Hallgrímur Þorgilsson - nemi í húsamíði í Fjölbrautarskóla Suðurlands

Lára Guðnadóttir - nemi í vélstjórn í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Rökkvi Jökull Jónasson - nemi í húsasmíði í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti

Stefán Narfi Bjarnason- nemi í rafvirkjun í Fjölbrautarskóla Suðurlands

Vala Alvilde Berg- nemi í rafvirkjun í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Örn Arnarson - nemi í vélstjórn í Verkmenntaskólanum á Akureyri

kvika_hvatningarsjodur_uthlutun_20092019-20.jpg

     

Eftirfarandi kennaranemar hlutu styrk:

Eyþór Eiríksson - kennsla með áherslu á stærðfræði í Háskóla Íslands

Ingvi Hrannar Ómarsson - framhaldsnám í Standford Graduate School of Education

Rebekka Lind Guðmundsdótti - kennsla með áherslu á náttugreinar í Háskóla Íslands

Helen Birta Kristjánsdóttir - kennsla á leikskólastigi og yngsta stigi grunnskóla í Háskólanum á Akureyri

Kristófer Gautason - kennsla með áherslu á stærðfræði í Háskóla Íslands

Sigurborg Eiríksdóttir - kennsla með áherslu á íslensku í Háskóla Íslands

   

kvika_hvatningarsjodur_uthlutun_20092019-19.jpg

   

Bankinn lítur svo á að hann sé mikilvægur hluti af samfélaginu sem hann starfar í og beri sem slíkur ábyrgð. Skortur er á iðnmenntuðu fólki og er sá skortur víða orðinn hamlandi fyrir starfsemi fyrirtækja. Vegna þessa setti bankinn í fyrra á laggirnar Hvatningarsjóð fyrir iðnnema með það fyrir augum að styrkja ímynd iðnnáms og starfa sem því tengjast og efla áhuga og vitund um  mikilvægi námsins. Þá segir hann að talið sé að samkeppnishæfni þjóða muni á næstu áratugum ráðast af hæfni og færni fólksins þeirra og sú hæfni og færni ræðst ekki síst af gæðum menntakerfisins. Kennarar eru burðarás menntakerfisins og því lykilaðilar í mótun samfélagsins til framtíðar. Vegna þessa stofnaði bankinn á þessu ári nýjan Hvatningarsjóð fyrir kennaranema og var úthlutað úr honum í fyrsta sinn nú, sem var einkar ánægjulegt. - segir Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku

 

Nánari upplýsingar um Hvatningarsjóðina má finna hér 

 

Til baka