22. október 2020

Nýtt millibankagreiðslukerfi tekið í notkun

Nýtt millibankagreiðslukerfi verður tekið í notkun yfir helgina og tekur verkefnið til allra viðskiptabanka og sparisjóða landsins. Kvika banki er sem viðskiptabanki er aðili að nýju millibankagreiðslukerfi. Vonir standa til að engar truflanir verði á þjónustu notendakerfisins svo sem millifærslum, stöðuyfirlitum og kortafærslum. Starfshópar á vegum Seðlabanka Íslands, Reiknistofu bankanna, viðskiptabankanna og sparisjóða verða í viðbragðsstöðu á meðan innleiðingin stendur. Innleiðing nýs kerfis hefst á föstudagskvöld 23. október og verður henni lokið á mánudaginn 26. október.

 

Nánari upplýsingar má finna í tilkynningu Seðlabanka Íslands má sjá hér.

Til baka