Hvatningarsjóðir Kviku

Stefna bankans er að hafa jákvæð langtímaáhrif á samfélagið með sérstaka áherslu á menntamál.

Hagsæld framtíðarinnar grundvallast á öflugri menntun og því er menntun í stöðugt vaxandi mæli talin einhver besta fjárfesting ríkja í heiminum. Samfélög sem drifin eru áfram af hugviti og nýsköpun eru talin verða leiðandi á komandi árum.

Kvika hefur því sett sérstaka áherslu á menntamál í samfélagsstefnu sinni og hefur í þeim tilgangi að efla menntakerfið þegar sett á laggirnar tvo hvatningarsjóði fyrir nemendur.