Hvatningarsjóðir Kviku

Stefna Kviku er að hafa jákvæð langtímaáhrif á samfélagið. 

Hagsæld framtíðarinnar grundvallast á menntun og teljum við menntun eina bestu langtímafjárfestingu sem einstaklingar og samfélög geta ráðist í. Að okkar mati verða samfélög sem drifin eru áfram af hugviti og nýsköpun leiðandi á komandi árum og menntun því einn af hornsteinum samfélagins. Þá teljum við menntum grundvallaratriði í réttindabaráttu kvenna, við verndun barna gegn barnavinnu og kynferðislegri misnotkun, til eflingar mannréttindum og lýðræði og til að stuðla að umhverfisvernd. Vegna þessa höfum við sett sérstaka áherslu á að styðja við menntamál.

Til að styðja við framangreint hefur bankinn sett á laggirnar tvo hvatningarsjóði. Hægt er að kynna sér sjóðina nánar hér fyrir neðan.