Skráning og almennt útboð hluta í Iceland Seafood International hf.

Enska/English

Hlutafjárútboði Iceland Seafood International hf. („Iceland Seafood“) lauk kl.16:00 þann 18.október 2019. Í útboðinu voru boðnir til sölu 225.000.000 nýir hlutir í Iceland Seafood.

Í útboðinu bárust 149 áskriftir að heildarandvirði 2.995 m.kr. og ákvað stjórn félagsins að taka 144 tilboðum í 225.000.000 nýja hluti fyrir samtals 2.138 m.kr. Fyrir liggur að 20.259 þúsund hlutir verða seldir til fjárfesta í tilboðsbók A og 204.741 þúsund hlutir seldir til fjárfesta í tilboðsbók B. Lokagengi í báðum bókum er 9,50 krónur á hlut.

Í tilboðsbók A, þar sem fjárfestar skiluðu áskriftum á verðbilinu 9,4-9,82 krónur á hlut fyrir 100.000-10.000.000 krónur að kaupverði, er útboðsgengi 9,50 krónur á hlut.

Í tilboðsbók B var tekið við áskriftum yfir 10.000.000 krónur á lágmarksverðinu 9,40 krónur á hvern hlut. Niðurstaða útboðsins er að útboðsgengi í tilboðsbók B er 9,50 krónur á hlut. Þeir fjárfestar sem tilgreindu lægra verð í áskrift sinni fá engu úthlutað í tilboðsbók B. Skerðing áskrifta á útboðsgengi í tilboðsbók B er að öðru leyti hlutfallsleg.

Útboðsgengi Fjárhæð Hlutir
Tilboðsbók A 9,50 192.460.000 20.258.947
Tilboðsbók B 9,50 1.945.039.999 204.741.053
Samtals 9,50 2.137.499.999 225.000.000

Skoða úthlutun

Fjárfestar geta nálgast upplýsingar um úthlutun í með því að velja „skoða úthlutun“ hér að neðan og nota sömu aðgangsauðkenni og þeir notuðu til að skrá áskrift sína í útboðinu. Gjalddagi og eindagi áskriftarloforða í útboðinu er 25. október 2019 kl.21:00 og verða hlutir í Iceland Seafood afhentir kaupendum eftir lokun markaða þann 28. október 2019 að undangenginni greiðslu.

Kauphöll Íslands hefur samþykkt umsókn Iceland Seafood um að taka hlutabréf í félaginu til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar með fyrirvara um endalega skjalagerð. Gert er ráð fyrir að viðskipti með hlutabréf í Iceland Seafood hefjist 29. október 2019 en Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag með hlutabréfin með minnst eins viðskiptadags fyrirvara.

Bjarni Ármannsson forstjóri Iceland Seafood:

„Það er ánægjulegt að sjá þann mikla áhuga og stuðning sem fjárfestar hafa sýnt Iceland Seafood með þátttöku sinni í hlutafjárútboði félagsins. Sá áhugi sem félaginu var sýndur í hlutafjárúboðinu er gott veganesti fyrir skráningu á aðalmarkað Nasdaq.  Við hjá Iceland Seafood hlökkum til að takast á við framtíðina og bjóðum nýja hluthafa velkomna í hópinn“.

 

Kvika banki hf. var umsjónaraðili útboðsins og umsjónaraðili þess að fá hluti í Iceland Seafood tekna til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar.

 

Nánari upplýsingar veita:

Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood – sími 550 8000

Bjarni Eyvinds, forstöðumaður hjá Kviku – sími 540 3200