Gjaldeyrisviðskipti

Kvika hefur náð að skapa sér sterka stöðu á gjaldeyrismarkaði

Kvika býður upp á alhliða þjónustu þegar kemur að gjaldeyrisviðskiptum. Annars vegar er um að ræða hefðbundin stundarviðskipti með gjaldeyri vegna vöru- og þjónustuviðskipta. Hins vegar bjóðum við viðskiptavinum upp á varnir með framvirkum samningum þar sem þeir geta tryggt gengi fram í tímann vegna vöru- og þjónustuviðskipta.

Framvirk viðskipti með gjaldeyri þarfnast staðfestingar um heimild frá Seðlabanka Íslands.