Meðferð kvartana

Kvika banki reynir ávallt að hafa það að leiðarljósi að starfsemi bankans sé í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. Stór hluti þessa er að bregðast fljótt og vel við ábendingum og kvörtunum sem kunna að berast frá okkar viðskiptavinum. Hafi viðskiptavinur einhverjar ábendingar eða kvartanir vegna meintra mistaka Kviku banka og/eða starfsmanna hans á framkvæmd laga eða reglna getur hann beint skriflegri kvörtun til regluvarðar Kviku banka með tölvupósti til  regluvordur@kvika.is.

Ef viðskiptavinur er ósáttur við þau svör sem bankinn veitir, getur hann beint kvörtun sinni til  Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, sem fjallar m.a. um ágreining viðskiptavina við fjármálafyrirtæki. Kvörtun til úrskurðarnefndarinnar skal afhent Fjármálaeftirlitinu skriflega á sérstöku eyðublaði sem má nálgast á skrifstofu eftirlitsins. 

Reglur um meðferð kvartana