Nýr netbanki

Kvika hefur nú tekið í notkun nýja útgáfu af netbanka einstaklinga. Nýr netbanki býður notendum upp á skýra og einfalda yfirsýn yfir verðbréfasöfn og fjárhagslega stöðu. Möguleiki er nú að kafa dýpra og fá nánari upplýsingar um hreyfingar verðbréfasafna og ávöxtun einstakra eignaflokka. Nýi netbankinn verður einfaldur og þægilegur í notkun í farsímum.

Til að fá aðgang að nýju viðmóti þá þurfa notendur að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum, en eldri notendanöfn og lykilorð virka ekki í nýjum netbanka. Þeir sem ekki hafa rafræn skilríki geta haft samband í gegnum netfangið thjonusta@kvika.is og fengið úthlutað nýju lykilorði.

Fyrst um sinn verður þó einnig hægt að nota gamla netbankann.