Nýr netbanki

Kvika hefur nú tekið í notkun nýja og endurbætta útgáfu af netbanka fyrirtækja. Við hvetjum þig til að byrja strax að nota nýja netbankann. Fyrst um sinn verður þó einnig hægt að nota gamla netbankann. Nýi netbankinn er einfaldur og þægilegur í notkun í farsímum. Helstu breytingar snúa að greiðslu- og kröfubunkum þar sem komið er til móts við þarfir viðskiptavina með innsendingu gagna á excel sniðmáti.

Til að fá aðgang að nýju viðmóti þurfa notendur að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum, en eldri notendanöfn og lykilorð virka ekki í nýjum netbanka sem og starfsskilríki. Þeir sem ekki hafa rafræn skilríki geta haft samband í gegnum netfangið thjonusta@kvika.is og fengið úthlutað nýju lykilorði.

Við vekjum athygli á því að til að byrja með verður aðeins hægt að framkvæma erlendar greiðslur í eldri útgáfu netbankans. 

Leiðbeiningar fyrir greiðslubunka og kröfubunka má finna hér.

Endilega hafðu samband ef þú hefur athugasemdir eða spurningar og við aðstoðum þig í síma 540-3200 eða í gegnum netfangið thjonusta@kvika.is.

Eldri netbanka fyrirtækja verður lokað fyrir erlendri netumferð 20. mars og öllum notendum 16. apríl 2021.