Um Hvatningarsjóðinn
Hvatningarsjóður Kviku hefur það hlutverk að hvetja og styrkja ungt fólk til iðn- og kennaranáms. Markmið sjóðsins er að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og kennaranáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf en skortur er á slíku starfsfólki og er sá skortur víða orðinn hamlandi fyrir starfsemi fyrirtækja og skóla.
Sjóðurinn var stofnaður árið 2020 og tekur við af Hvatningarsjóði iðnnema, stofnaður 2018 og Hvatningarsjóði kennaranema, stofnaður árið 2019.
Samstarfsaðilar Kviku í Hvatningarsjóðnum eru Samtök iðnaðarins og mennta- og menningarmálaráðuneytið.