Um Kviku

Kvika er sérhæfður banki sem er leiðandi í eignastýringu og fjárfestingastarfsemi

Langtímahugsun er mikilvæg þar sem traust viðskiptasambönd verða til á löngum tíma. Kvika leggur áherslu á alhliða þjónustu við núverandi viðskiptavini og hefur hagsmuni þeirra í forgrunni. Sjá stefnu bankans

Þjónustuframboð

Bankinn starfar fyrir afmarkaða markhópa og leggur áherslu á að þjónusta viðskiptavini sína vel. Stærð bankans gerir honum kleift að aðlagast umhverfi sínu með það að markmiði að viðhalda arðsemi og þjónusta viðskiptavini. Bankinn er reiðubúinn að nýta innviði og efnahagsreikning sinn til öflunar tekna, t.d. með því að nýta lánaferla til þess að lána samhliða öðrum.

Bankasvið 

Bankasviðfjármagnar fyrirtæki og fjárfestingar viðskiptavina bankans. Einnig nýtir bankasvið innviði bankans til þess að miðla lánum til annarra stofnanafjárfesta.

Eigna- og sjóðastýring

Eigna- og sjóðastýring leggur áherslu á að veita viðskiptavinum breitt þjónustuframboð til þess að fjárfesta innanlands sem og á erlendum mörkuðum. Áhersla er lögð á að vera leiðandi í eigna- og sjóðastýringu með langtímahagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.

Markaðsviðskipti

Markaðsviðskipti veita viðskiptavinum alhliða þjónustu á sviði verðbréfa- og gjaldeyrismiðlunar.

Fyrirtækjaráðgjöf

Fyrirtækjaráðgjöf veitir ýmiss konar ráðgjöf tengdri fjárfestingum og fjármögnun. Áhersla er lögð á kaup og sölur fyrirtækja og skráningu verðbréfa.

Arðsemi og áhættuvilji

Ávöxtun eiginfjár ræðst af ákvörðunum sem teknar eru og ákvarðanir þurfa að vera í samræmi við áhættuvilja. Áhættuvilji endurspeglar arðsemismarkmið en lögð er áhersla á að nýta eigið fé á sem skilvirkastan hátt með tilliti til áhættu. Markmið bankans er að arðsemi eiginfjár sé að minnsta kosti 15%. Arðsemi eiginfjár samanstendur af tekjum tengdum efnahag ásamt þóknanatekjum af starfsemi sem binda lítið eigið fé. Stefna bankans er að arðgreiðslur nemi að lágmarki 25% af hagnaði en arðgreiðslur eru þó háðar mati á þeim tækifærum sem felast í að endurfjárfesta hagnaði í rekstri og vexti bankans. Ákvörðun um samsetningu efnahagsreiknings tekur mið af sem bestri nýtingu eiginfjár til tekju­sköpunar en takmarkast af áhættuvilja og fjármögnun á hverjum tíma.

Samfélagsstefna

Stefna bankans er að hafa jákvæð langtímaáhrif á samfélagið með sérstaka áherslu á menntamál. Bankinn getur haft mikil  áhrif á samfélagið þar sem hann starfar og því er einnig lögð sérstök áhersla á að hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu og virkni fjármálamarkaða. Sjá nánar um samfélagsstefnu bankans hér.