Fréttir

Kristrún Mjöll Frostadóttir ráðin aðalhagfræðingur Kviku

Kristrún Mjöll Frostadóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Kviku banka og mun hún hefja störf um miðjan janúar næstkomandi. Um er að ræða nýtt starf sem miðar að því að efla efnahagsgreiningu innan Kviku og styrkja þjónustu við viðskiptavini. Aðalhagfræðingur mun jafnframt vera talsmaður bankans vegna mála sem snúa að fjármálamarkaði og efnahagsmálum

Lesa meira

Kvika og Virðing sameinuð

Kvika banki hf. og Virðing hf. sameinuðust í dagslok í dag og mun sameinað félag opna mánudaginn 20. nóvember undir nafni og kennitölu Kviku. Með samrunanum tekur Kvika yfir öll réttindi og skyldur Virðingar.

Lesa meira

LYFJA HF. - Opið söluferli

Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hf., fyrir hönd Lindarhvols ehf., auglýsir Lyfju hf. til sölu. Lyfja er stærsta keðja apóteka og heilsuverslana á Íslandi en samtals rekur félagið 50 apótek, útibú og verslanir, auk minni útibúa, sem staðsett eru um land allt undir merkjum Lyfju, Apóteksins og Heilsuhússins. Einnig á Lyfja dótturfélagið Heilsu ehf. sem sérhæfir sig í innflutningi og dreifingu á matvörum, vítamínum, snyrtivörum og almennri apóteksvöru.

Lesa meira