Hagnaður Kviku á fyrri hluta árs 2017 tæpur milljarður - 18.8.2017

Hagnaður Kviku fyrstu sex mánuði ársins 2017 nam 946 milljónum króna samanborið við 378 milljónir króna á fyrri helmingi 2016. Mikill tekjuvöxtur var á fyrri helmingi árs 2017 samanborið við fyrri hluta árs 2016. Hreinar vaxtatekjur námu 807 milljónum króna á fyrri helmingi 2017 sem er 53% aukning frá fyrri helmingi 2016.

Marinó Örn Tryggvason hefur störf sem aðstoðarforstjóri Kviku - 15.8.2017

Marinó Örn Tryggvason hefur hafið störf sem aðstoðarforstjóri Kviku. Marinó starfaði áður í eignastýringu Arion banka og forvera bankans frá árinu 2002. Síðast starfaði Marinó sem aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar Arion frá árinu 2014 og fyrir þann tíma var hann forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta frá 2007.

Kvika birtir árshlutareikning fyrri hluta ársins 2017 í viku 33 - 10.8.2017

Kvika banki hf. mun birta árshlutareikning fyrri hluta ársins 2017 í 33. viku (vikan 14. ágúst - 18. ágúst 2017).

Hækkun hlutafjár - 9.8.2017

Stjórn Kviku banka hf. samþykkti í dag, 9. ágúst 2017, að hækka hlutafé Kviku í A-flokki um kr. 300.000.000 að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta.

Kvika kaupir allt hlutafé í Öldu - 2.8.2017

Kvika hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Öldu sjóðum hf. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki eftirlitsstofnana.

Óprúttnir aðilar falast eftir kortaupplýsingum - 27.7.2017

Valitor hefur tilkynnt Kviku um tilraunir til að falast eftir kortaupplýsingum viðskiptavina. Umræddar tilraunir eiga það sammerkt að reynt er að fá viðskiptavin til að smella á hlekk í tölvupósti og gefa upp kortaupplýsingar auk Verified by VISA númersins til að fá endurgreiðslu af færslu sem þeir telja viðkomandi hafa innt af hendi.

Hluthafar Kviku samþykkja aukna heimild stjórnar til hækkunar hlutafjár - 14.7.2017

Hluthafafundur Kviku banka hf. fór fram í dag, 14. júlí 2017. Á fundinum var samþykkt að hækka heimild stjórnar til hlutafjárhækkunar samkvæmt A lið bráðabirgðaákvæðis I í samþykktum félagsins úr 200 milljónum króna í 400 milljónir króna að nafnvirði. Verði önnur skilyrði samþykkts kauptilboðs Kviku banka hf. í allt hlutafé Virðingar hf. uppfyllt er gert ráð fyrir að andvirði hlutafjárhækkunar samkvæmt heimildinni verði nýtt til greiðslu kaupverðs alls hlutafjár Virðingar hf.

Kvika kaupir allt hlutafé í Virðingu hf. - 30.6.2017

Eigendur 96,69% hlutafjár í Virðingu hafa samþykkt tilboð stjórnar Kviku í hlutafé fyrirtækisins, en skilyrði var að tilboðið yrði samþykkt af eigendum meira en 90% hlutafjár. Kaupverð nemur 2.560 milljónum króna og verður greitt með reiðufé. Kaupin eru áfram háð samþykki á hluthafafundi Kviku og samþykkis eftirlitsstofnana.

Kvika gerir kauptilboð í allt útgefið hlutafé Virðingar - 20.6.2017

Stjórn Kviku hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Virðingar. Ef af kaupunum verður er stefnt að því að sameina félögin.

Kaupverð samkvæmt tilboðinu nemur 2.560 milljónum króna og verður greitt með reiðufé. Kaupin eru háð ákveðnum skilyrðum, þar á meðal samþykki hluthafa beggja félaga og samþykkis eftirlitsstofnana.

Bjarki Sigurðsson ráðinn til einkabankaþjónustu Kviku - 20.6.2017

Bjarki Sigurðsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í einkabankaþjónustu Kviku. Bjarki er mjög reynslumikill og hefur starfað í einkabankaþjónustu og verðbréfaráðgjöf hjá Arion banka og forverum hans frá árinu 1999.

Kvika lýkur víxlaútboði - 17.6.2017

Kvika banki hf. hefur lokið útboði á sex mánaða víxlum í nýjum flokki, KVB 17 1221.

Kvika stækkar útgáfu víkjandi skuldabréfs í flokknum KVB 15 01 - 24.5.2017

Kvika hefur stækkað útgáfu á víkjandi skuldabréfi í flokknum KVB 15 01 um 450 milljónir króna að nafnvirði og er stærð flokksins 1.000 milljónir eftir stækkun. 

Ármann Þorvaldsson ráðinn forstjóri Kviku - 4.5.2017

Ármann Þorvaldsson hefur verið ráðinn forstjóri Kviku banka hf. og Marinó Örn Tryggvason aðstoðarforstjóri bankans.

397 milljóna króna hagnaður Kviku á fyrsta ársfjórðungi - 27.4.2017

Samkvæmt óendurskoðuðu samstæðuuppgjöri Kviku banka hf. fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2017 sem kynnt var á stjórnarfundi í dag nemur hagnaður eftir skatta 397 milljónum króna. Það er betri afkoma en áætlanir bankans gerðu ráð fyrir. Afkoma fyrstu þrjá mánuði ársins 2017 er allmikið hærri en afkoma bankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2016 sem nam um 176 milljónum króna.

Kvika velunnari heimsforeldra - 5.4.2017

UNICEF á Íslandi og Kvika endurnýjuðu nýverið styrktarsamning. Kvika er aðalsamstarfsaðili UNICEF á Íslandi á sviði bankaþjónustu, auk þess að vera sérstakur velunnari heimsforeldra. Á Íslandi eru vel yfir 25.000 heimsforeldrar og eru þeir hvergi hlutfallslega fleiri en hér á landi.

Síða 1 af 7

Sýna fleiri