Fréttir

Lögfræðingur á lögfræðisvið Kviku

Við leitum að öflugum einstaklingi til starfa á lögfræðisviði.

Helstu verkefni eru:

Almenn lögfræðiþjónusta við önnur svið bankans, s.s. lögfræðileg greining, ráðgjöf og skjalagerð. Verkefni eru fjölbreytt og varða m.a. ýmis svið fjármuna- og félagaréttar.

Hæfnis- og menntunarkröfur: 

  • Fullnaðarpróf í lögfræði
  • Starfsreynsla af lögmannsstofu eða úr sambærilegu starfi
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Metnaður til að takast á við krefjandi starf
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Lögmannsréttindi eru kostur

Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl nk. Sækið um hér.