Störf í boði hjá Kviku banka

Sérfræðingur í mannauðsmálum


Kvika leitar að öflugum sérfræðingi á sviði mannauðsmála með áherslu á verkefni sem styðja við nýsköpunarmenningu, starfsþróun og vellíðan starfsfólks í samræmi við þá framtíðarsýn Kviku að umbreyta fjármálaþjónustu.
Mannauðsdeild ber ábyrgð á mannauðsmálum Kviku og dótturfélaga, sem í dag telur um 350 starfsmenn.

Meðal vörumerkja samstæðunnar eru TM, Kvika eignastýring, Lykill, Netgíró, Aur og Auður.

Helstu verkefni

 • Umsjón með verkefnum sem styðja við starfsþróun, nýsköpunarmenningu og vellíðan starfsfólks
 • Innri samskipti og upplýsingamiðlun þvert á samstæðu
 • Framleiðsla á rafrænu fræðsluefni
 • Hagnýting mannauðsmælikvarða sem styðja við ákvörðun og árangur
 • Stuðningur og ráðgjöf við starfsmenn og stjórnendur

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Nokkurra ára reynsla af störfum við mannauðsmál
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsa af stjórnun verkefna tengdum vinnustaðamenningu, starfsþróun og fræðslu
 • Greiningarhæfni og brennandi áhugi á tækni og nýsköpun
 • Reynsla af gerð stafræns kynningar- og fræðsluefnis
 • Framúrskarandi hæfni í samskiptum, sjálfstæði og lausnarmiðuð hugsun
 • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli


Umsóknarfrestur er til og með 22. maí. Nánari upplýsingar veitir Erna Agnarsdóttir, forstöðumaður mannauðsdeildar, erna.agnarsdottir@kvika.is

Sækja um starf

Almenn umsókn

Kvika er öflugur banki og fjármálasamstæða sem stuðlar að umbreytingu og samkeppni á fjármálamarkaði. Gildi Kviku eru langtímahugsun, hugrekki og einfaldleiki þar sem lagt er mikið upp úr upplifun viðskiptavina, nýsköpun og stafrænu vöruframboði.
Á meðal vörumerkja samstæðunnar eru Kvika eignastýring, TM, Lykill, Netgíró Auður og Aur.
Kvika er árangursdrifið og metnaðarfullt fyrirtæki þar sem starfsfólk virðir og styður hvort annað. Starfsumhverfið einkennist af sveigjanleika, samvinnu og liðsheild, frumkvæði starfsfólks, jöfnum tækifærum, trausti og heilsusamlegu umhverfi.