Verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf

Verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf

Leitað er að reynslumiklum verkefnastjóra sem mun stýra verkefnum í fyrirtækjaráðgjöf. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri samskiptafærni, geta stýrt verkferlum, flutt kynningar, verið sjálfstæður, lausnamiðaður og sýnt frumkvæði.

Helstu verkefni:

 • Umsjón verkefna í fyrirtækjaráðgjöf skv. viðmiðum bankans, lögum og reglum
 • Öflun nýrra verkefna og viðskiptasambanda
 • Tengiliður milli ráðgjafateymis fyrirtækjaráðgjafar og viðskiptavina
 • Ábyrgð á verðmötum, greiningum, kynningum og framsetningu gagna

 

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af banka-, fjármála- og/eða fyrirtækjarekstri.
 • Yfirgripsmikil þekking og reynsla af störfum við fjárfestingar og/eða fyrirtækjaráðgjöf skilyrði
 • Þekking og skilningur á helstu verðmatsaðferðum
 • Þjónustulund, rökfesta og eftirfylgni
 • Leiðtogahæfni og mjög góð samstarfs- og samskiptahæfni
 • Hæfni í samningagerð
 • Greiningarhæfni og færni í framsetningu gagna

 

Umsóknarferli er lokið