Baldur Stefánsson
Framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar
Baldur hóf störf hjá Kviku í september 2017. Hann hefur yfir 20 ára reynslu af fjárfestingarbankastarfsemi og fyrirtækjaráðgjöf bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Baldur kom til Kviku í kjölfar kaupa bankans á íslensku starfsemi norræna fjárfestingarbankans Beringer Finance þar sem Baldur var framkvæmdastjóri. Áður en Baldur gekk til liðs við Beringer Finance var hann meðeigandi og meðstofnandi í fjármálafyrirtækinu Arctica Finance í átta ár og þar áður verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans í fimm ár. Hann hefur í þessum störfum leitt mörg umfangsmikil fyrirtækjaráðgjafarverkefni innan lands, sem á milli landa, í ýmsum atvinnugreinum. Baldur nam hagfræði og stjórnmálafræði við HÍ á árunum 1992-1994 og útskrifaðist með MBA gráðu frá IESE í Barcelona árið 2004.