Framkvæmdastjórn

Marinó Örn Tryggvason

Forstjóri

Marinó Örn Tryggvason hóf störf sem aðstoðarforstjóri Kviku í ágúst 2017 og tók við sem forstjóri í maí 2019. Marinó starfaði áður í eignastýringu Arion banka og forvera bankans frá árinu 2002. Á árunum 2014 til 2017 var Marinó aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar Arion banka og á árunum 2007 til 2014 var hann forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta. Marinó sat í stjórn Varðar Trygginga frá 2016 til 2017. Marinó er með BSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Ármann Þorvaldsson

Aðstoðarforstjóri

Ármann Þorvaldsson hóf störf sem aðstoðarforstjóri Kviku í maí 2019 en hafði áður starfað sem forstjóri bankans frá því í júní 2017. Ármann hefur starfað á fjármálamarkaði í rúm tuttugu ár. Á árunum 1997 til 2005 var hann framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings og frá 2005 til 2008 framkvæmdastjóri Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi. Síðar starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá fasteignalánafélaginu Ortus Secured Finance í London þar til hann gekk til liðs við Virðingu árið 2015. Hann starfaði hjá Virðingu þar til hann var ráðinn forstjóri Kviku, síðast sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar. Ármann útskrifaðist með MBA gráðu frá Boston University árið 1994 og er með BA gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands.

Lilja Jensen

Yfirlögfræðingur

Lilja Jensen hefur starfað hjá Kviku og forvera hans frá árinu 2012 og sem yfirlögfræðingur bankans frá árinu 2015. Áður starfaði hún hjá LOGOS lögmannsþjónustu frá árinu 2008-2012, sem laganemi og sem fulltrúi. Áður starfaði Lilja sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala háskólasjúkrahúsi og Eir hjúkrunarheimili. Lilja er með BS gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands ásamt BA og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Lilja er jafnframt með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi.

Magnús Ingi Einarsson

Framkvæmdastjóri bankasviðs og fjármála-og rekstrarsviðs

Magnús Ingi Einarsson er með yfir 10 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. Hann hóf störf í áhættustýringu hjá Straumi-Burðarási árið 2006 og stýrði m.a. útlánaáhættu bankans frá árinu 2009. Magnús gegndi stöðu forstöðumanns áhættustýringar og síðar fjárstýringar frá stofnun Straums fjárfestingabanka fram til loka árs 2014. Frá þeim tíma hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar. Magnús er með MSc gráðu í vélaverkfræði frá Virginia Tech í Bandaríkjunum og BSc gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands.

Bjarni Eyvinds

Framkvæmdastjóri markaðsviðskipta

Bjarni Eyvinds hóf störf hjá Kviku árið 2009 og tók við sem framkvæmdastjóri markaðsviðskipta árið 2010. Hann hefur starfað á fjármálamörkuðum í yfir 15 ár. Áður en Bjarni hóf störf hjá Kviku starfaði hann sem hlutabréfamiðlari hjá Straumi fjárfestingarbanka. Þar áður var hann hjá MP fjárfestingarbanka þar sem hann tók þátt í því að byggja um verðbréfamiðlun og eigin viðskipti MP fjárfestingarbanka. Að námi loknu hóf Bjarni störf hjá Spron þar sem hann starfaði í eignastýringu og síðar eigin viðskiptum. Bjarni er með BBA gráðu frá George Washington University og hefur lokið prófi í verðbréfamiðlun.

Hannes Frímann Hrólfsson

Framkvæmdastjóri eignastýringar

Hannes Frímann Hrólfsson hefur starfað á fjármálamörkuðum í hátt í 20 ár. Hann tók við sem framkvæmdastjóri eignastýringar í október 2017 í framhaldi af kaupum Kviku á Virðingu hf. en þar hafði hann starfað sem forstjóri. Virðing og Auður Capital sameinuðust árið 2014 og var Hannes forstjóri Auðar Capital áður. Hann var framkvæmdastjóri og einn stofnanda Tinda verðbréfa auk þess að hafa starfað hjá Arion banka og Kaupþingi, m.a. sem aðstoðarframkvæmdastjóri Fjárstýringar og Markaðsviðskipta. Hannes er Cand.oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og ACI dealing prófi í gjaldeyris- og afleiðuviðskiptum.

Baldur Stefánsson

Framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar

Baldur hóf störf hjá Kviku í september 2017. Hann hefur yfir 20 ára reynslu af fjárfestingarbankastarfsemi og fyrirtækjaráðgjöf bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Baldur kom til Kviku í kjölfar kaupa bankans á íslensku starfsemi norræna fjárfestingarbankans Beringer Finance þar sem Baldur var framkvæmdastjóri. Áður en Baldur gekk til liðs við Beringer Finance var hann meðeigandi og meðstofnandi í fjármálafyrirtækinu Arctica Finance í átta ár og þar áður verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans í fimm ár. Hann hefur í þessum störfum leitt mörg umfangsmikil fyrirtækjaráðgjafarverkefni innan lands, sem á milli landa, í ýmsum atvinnugreinum. Baldur nam hagfræði og stjórnmálafræði við HÍ á árunum 1992-1994 og útskrifaðist með MBA gráðu frá IESE í Barcelona árið 2004.