Stjórnarmenn

Kristín Pétursdóttir

Stjórnarformaður

Kristín Pétursdóttir útskrifaðist með Cand Ocean gráður frá Háskóla Íslands 1991 og lauk MBA námi við Handelshöyskolen i Bergen árið 1993. Kristín var annar stofnenda Auðar Capital og starfaði sem forstjóri þess fyrirtækis frá 2007 til 2013 og sem stjórnarformaður frá 2013-2017 (síðar Virðing hf.). Hún var forstjóri Mentor hf. 2015-2017, framkvæmdarstjóri fjárstýringar Kaupings Banka frá 1997-2005 og aðstoðarforstjóri Kaupthing Singer & Friedlander frá 2005-2007. Árin 1993-1997 starfaði Kristin hjá Statoil, Íslandsbanka og Skeljungi. Kristin hefur setið í stjórn Ölgerðarinnar, Tal, Yggdrasils, Kaupthing Singer & Friedlander, Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og Samtaka Fjármálafyrirtækja.

Guðmundur Þórðarson

Guðmundur Þórðarson er viðskiptafræðingur og lauk Cand. Oecon. frá Háskóla Íslands árið 1997. Guðmundur hefur einnig lokið prófi í verðbréfamiðlun og eignastýringu í Bretlandi. Guðmundur starfaði á fjármálamarkaði á árunum 1997 til 2007. Frá árinu 2003 starfaði hann sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Straums fjárfestingabanka og áður á þróunarsviði og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og í eignastýringu Landsbréfa. Frá árinu 2007 hefur Guðmundur starfað við eigin fjárfestingar.

Inga Björg Hjaltadóttir, hdl.

Inga Björg Hjaltadóttir útskrifaðist með lagapróf frá Háskóla Íslands árið 1995. Hún öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2003. Inga Björg er meðeigandi og lögmaður Acta lögmannsstofu frá árinu 2006 og er jafnframt meðeigandi og ráðgjafi hjá Attentus mannauður og ráðgjöf frá árinu 2007. Hún hefur starfað sem stundakennari við Háskólann á Bifröst og við Háskólann í Reykjavík. Inga Björg starfaði sem deildarlögfræðingur hjá starfsmannaþjónustu Reykjavíkurborgar 1996-1999 og var síðasta árið staðgengill starfsmannastjóra Reykjavíkurborgar. Hún var deildarstjóri í starfsþróunardeild Eimskipafélags Íslands frá 1999-2003 og starfaði hjá DP lögmönnum 2003-2006. Inga Björg hefur setið í stjórnum Límtrés Vírnet, E-Farice og Smellins. Inga Björg var varamaður í Félagsdómi tilnefnd af fjármálaráðherra 2006-2010 og situr sem dómari í Félagsdómi tilnefnd af fjármálaráðherra frá árinu 2011.

Hrönn Sveinsdóttir

Hrönn Sveinsdóttir er viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði og lauk Cand. Oecon. frá Háskóla Íslands árið 1992. Hrönn hefur starfað sem framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Vodafone (Fjarskipta hf.) frá árinu 2005. Áður starfaði Hrönn hjá Toyota (P. Samúelssyni hf.) frá árinu 1992, fyrst sem deildarstjóri reikningshalds og frá árinu 1999 sem framkvæmdastjóri fjármála- og starfsmannasviðs. Hrönn hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja meðal annars Almenna lífeyrissjóðsins, Húsasmiðjunnar, Farice og P/F Kall í Færeyjum.

Guðjón Reynisson

Guðjón Reynisson er MBA frá Háskóla Íslands 2002, lauk Rekstrar- og viðskiptanámi frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 1999 og útskrifaðist með Íþróttakennararéttindi á grunn – og framhaldsskólastigi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1986. Guðjón er í dag sjálfstætt starfandi fjárfestir og stjórnarmaður. Á árunum 2008-2017 starfaði hann sem forstjóri Hamleys of London. Fólst starfið í að móta og innleiða stefnu félagsins sem miðaði að því að stækka það úr einni verslun í aðþjóðlega keðju verslana. Guðjón leiddi sölu á félaginu árið 2011-12 og aftur 2015-16. Á árunum 2003-2007 gengdi Guðjón stöðu framkvæmdastjóra 10-11 verslananna. Þar áður frá 1998-2003 var hann framkvæmdstjóri sölusviðs Tals. Guðjón hefur setið í stjórn Festis hf. frá 2014.

Kristín Guðmundsdóttir

Kristín er með Cand. oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og starfar sem framkvæmdastjóri KG slf.  Árið 2011 gegndi hún starfi forstjóra Skipta hf. en þar á undan var Kristín fjármálastjóri Símans hf. og Skipta hf. 2003 – 2010 og fjármálastjóri Granda hf. 1994 - 2002. Kristín starfaði einnig til fjölda ára sem forstöðumaður hjá Íslandsbanka og Iðnaðarbanka Íslands. Kristín var stjórnarformaður Sparisjóðs Vestmannaeyja 2011-2013, var varaformaður í stjórn Straums fjárfestingabanka 2013-2015 og sat í stjórn Kviku banka frá 2015-2016 og 2018. Kristín hefur einnig setið í stjórnum fjölda annarra fyrirtækja. 

Pétur Guðmundarson

Pétur Guðmundarson, hæstaréttarlögmaður, hefur stundað lögfræðistörf frá því að hann lauk námi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1978, fyrst á Málflutningsskrifstofu Guðmundar Péturssonar og Axels Einarssonar og síðar á Logos. Frá árinu 2012 hefur hann starfað sjálfstætt. Pétur hefur sinnt verkefnum á sviði sjóréttar, vátryggingaréttar, bankaréttar og félagaréttar. Þá hefur hann setið í stjórnum fjölda fyrirtækja á starfsferlinum og sinnir því enn. Pétur hefur verið varadómari í Félagsdómi um árabil, tilnefndur af Samtökum Atvinnulífsins.