Inga Björg Hjaltadóttir
Inga Björg Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri, ráðgjafi og meðeigandi hjá Attentus mannauður og ráðgjöf ehf. og lögmaður og meðeigandi hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, var kjörin í stjórn í apríl 2013. Inga Björg er fædd árið 1970. Hún útskrifaðist með Cand. Jur. gráðu frá Háskóla Íslands árið 1995 og hlaut héraðsdómslögmannsréttindi árið 2003. Hún er einn stofnenda og hefur starfað hjá Attentus mannauði og ráðgjöf frá árinu 2007, hefur starfað sem lögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur frá 2016 og áður hjá Acta lögmannsstofu 2006-2016, var lögmaður hjá DP lögmönnum á árunum 2003-2006 og gegndi stöðu deildarstjóra hjá Eimskipafélagi Íslands árin 1999-2003. Árin 1996-1999 var Inga Björg deildarlögfræðingur og síðar staðgengill starfsmannastjóra Reykjavíkurborgar. Hún hefur áður setið í stjórnum Límtrés Vírnets hf., E-Farice ehf., Smellinns eignarhaldsfélags ehf., endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur, Strætó BS, Malbikunarstöðvarinnar Höfða, Faxaflóahafna, Sorpu, Félagsbústaða og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Inga er einnig dómari í Félagsdómi og formaður kjaranefndar Reykjavíkurborgar.