Stjórnarmenn

Sigurður Hannesson

Stjórnarformaður

Sigurður Hannesson er stjórnarformaður Kviku. Hann var kjörinn í stjórn bankans í mars 2020. Sigurður er fæddur árið 1980 og starfar sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður er með DPhil gráðu í stærðfræði frá Oxford háskóla, BS gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í löggildri verðbréfamiðlun. Á árunum 2013-2017 starfaði Sigurður sem framkvæmdastjóri á eignastýringarsviði hjá MP banka, síðar Kviku banka. Sigurður var árið 2015 varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun fjármagnshafta og árið 2013 sem formaður sérfræðingahóps um aðgerðir í þágu skuldsettra heimila (Leiðréttingin). Á árunum 2010-2013 starfaði Sigurður sem framkvæmdastjóri Júpíters rekstrarfélags, nú Kvika eignastýring, og á sviði markaðsviðskipta hjá Straumi fjárfestingabanka á árunum 2007-2010. Sigurður situr í stjórnum Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Auðnu-Tæknitorgs ehf., Akkurs SI, SI 1 ehf., Sundabogans slhf., Íslenska byggingarvettvangsins, Seapool ehf., BBL 39 ehf. og Krabbameinsfélags Íslands. Sigurður er eigandi 8.550.107 hluta í Kviku í gegnum einkahlutafélagið BBL 39 ehf. Sigurður hefur ekki hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.

Guðmundur Þórðarson

Guðmundur Þórðarson er varaformaður stjórnar Kviku. Hann var kjörinn í stjórn bankans í mars 2017. Guðmundur er fæddur árið 1972. Hann útskrifaðist með Cand. Oecon próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1997. Einnig hefur hann lokið prófi í verðbréfamiðlun og eignastýringu í Bretlandi. Guðmundur starfar að aðalstarfi við eigin fjárfestingar. Frá árinu 1997 til 2000 starfaði Guðmundur við eignastýringu hjá Landsbréfum hf. Frá árinu 2000 til 2003 starfaði Guðmundur sem sérfræðingur hjá þróunarsviði og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. Frá árinu 2003 til 2007 starfaði Guðmundur sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá Straumi fjárfestingarbanka hf. Guðmundur situr í stjórnum Heddu eignarhaldsfélags ehf., Skeljar Investments ehf. og Attis ehf. og er jafnframt varamaður í stjórn Bílaleigu BDT ehf. Aðili fjárhagslega tengdur Guðmundi, er eigandi 133.500.000 hluta í Kviku í gegnum félögin Attis ehf. og SNV Holding ehf. Guðmundur hefur ekki hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.

Guðjón Reynisson

Guðjón Reynisson var kjörinn í stjórn Kviku í mars 2018. Guðjón er fæddur árið 1963 og er í dag sjálfstætt starfandi fjárfestir, ráðgjafi og stjórnarmaður. Á árunum 2008-2017 starfaði hann sem forstjóri Hamleys of London. Á árunum 2003-2008 gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra 10-11 verslana. Á árunum 1998-2003 var hann framkvæmdastjóri sölusviðs Tals. Guðjón hlaut MBA gráðu frá Háskóla Íslands 2002, lauk rekstrar- og viðskiptanámi frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 1999 og útskrifaðist með Íþróttakennararéttindi á grunn– og framhaldsskólastigi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1986. Guðjón hefur setið í stjórn Festis hf. frá 2014 og Securitas hf. frá 2018. Guðjón ræður yfir 10.410.789 hlutum í Kviku í gegnum einkahlutafélag sitt Hakk ehf., en hefur ekki hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.

Helga Kristín Auðunsdóttir

Helga Kristín Auðunsdóttir er fædd árið 1980. Helga Kristín er með doktorsgráðu í lögfræði frá Fordham háskóla í New York. Hún lauk BS gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2004 og ML gráðu í lögfræði árið 2006 frá sama skóla. Þá er hún með LL.M. gráðu í lögfræði frá háskólanum í Miami í alþjóðlegum viðskiptarétti og samningagerð. Þá nam Helga Kristín lögfræði við Aristotle háskólann í Thessaloniki í Grikklandi. Í doktorsnámi sínu við Fordham háskólann rannsakaði Helga m.a. fjárfestingar vogunarsjóða og hvaða þættir hafa áhrif á það hvernig þeir beita sér sem hluthafar í skráðum félögum. Helga Kristín hefur starfað í um níu ára skeið sem stjórnandi og lektor við Háskólann á Bifröst. Þar áður starfaði hún sem lögfræðingur FGM/Auðkennis, nú hluti af Seðlabanka Íslands, sem lögfræðingur hjá Stoðum hf., áður FL Group, og sem kennari við lagadeild University of Miami árið 2010-2011. Helga Kristín sat í aðalstjórn TM hf. frá árinu 2020 og í varastjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. á árunum 2012-2015. Helga Kristín á ekki hluti í bankanum og hefur ekki hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila, samkeppnisaðila eða stóra hluthafa í skilningi leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja. 

Ingunn Svala Leifsdóttir

Ingunn Svala Leifsdóttir er fædd árið 1976. Ingunn Svala lauk BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1999, með áherslu á reikningshald og fjármál, og Cand. Oecon prófi í viðskiptafræði frá sama skóla árið 2001, með áherslu á reikningshald og stjórnun. Ingunn Svala lauk Advanced Management program (AMP) frá IESE Business School í New York árið 2018. Í dag starfar Ingunn Svala sem framkvæmdastjóri rekstrar Háskólans í Reykjavík og situr í framkvæmdastjórn skólans. Ingunn Svala hefur viðamikla reynslu af stjórnarstörfum. Hún hefur setið í stjórn Slippsins Akureyri ehf. frá árinu 2015 og vörustýringarfélagsins Parlogis ehf. frá árinu 2014. Ingunn Svala sat í endurskoðunarnefnd VÍS á árunum 2019 til 2021 og í stjórn Líftryggingafélags Íslands á árunum 2017 til 2021. Ingunn Svala hefur einnig starfað við eigin rekstur, m.a. á sviði bókhalds og fasteignaviðskipta. Ingunn Svala hefur einnig víðtæka reynslu úr fjármálageiranum, en hún starfaði t.a.m. fyrir skilanefnd Kaupþings sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs bankans á árunum 2009 til 2011 og á árunum 2007 til 2009 starfaði hún sem rekstrarstjóri á fjárfestingabankasviði (e. global business controller) hjá Kaupþingi banka. Þá starfaði Ingunn Svala innan Actavis Group PTC samsteypunnar á árunum 2006 til 2007 sem fjármálastjóri Actavis hf., Medís ehf., Actavis Group hf. og Actavis Group PTC ehf.

Sigurgeir Guðlaugsson

Varamaður

Sigurgeir Guðlaugsson er fæddur árið 1976. Hann starfar sem fjárfestir og framkvæmdastjóri Citalfort Consulting slf. Sigurgeir lauk B.Sc. prófi í Alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School árið 1999. Hann starfaði á fyrirtækjasviði Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, síðar Íslandsbanka, á árunum 1999-2003. Þá starfaði hann hjá Actavis Group á árunum 2003-2006 þar sem hann var yfir alþjóðlegum samrunum og yfirtökum (e. Global Head of M&A). Sigurgeir var framkvæmdastjóri fjárfestinga í heilbrigðisiðnaði hjá Novator á árunum 2006-2009. Hann stofnaði ráðgjafarfyrirtækið Citalfort Consulting slf. í árslok 2009 og hefur starfað þar síðan, ef undan eru skilin árin 2013-2016, þegar hann var meðeigandi og starfsmaður H.F. Verðbréfa hf. árið 2013 og forstjóri líftæknifyrirtækisins Zymetech ehf. árin 2014-2016. Sigurgeir hefur setið í stjórnum Straums fjárfestingarbanka hf., Actavis Group hf., Actavis Inc., Enzymatica AB, FlyOver Iceland ehf. og Scandinavian Biogas AB. Í dag er Sigurgeir stjórnarformaður í félögunum Citalfort Consulting slf., Citius ehf., Fjárfestingarfélaginu Katla Holding ehf., Heklu Invest ehf., U.M.F. Stjörnunni og Ögurási ehf., ásamt því sem hann situr í stjórnum 3Z ehf. og Coripharma Holding hf. 

Helga Jóhanna Oddsdóttir

Varamaður

Helga Jóhanna Oddsdóttir er fædd árið 1973. Helga Jóhanna lauk BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og M.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla árið 2005, með áherslu á stjórnun og stefnumótun. Í dag starfar Helga Jóhanna sem sviðsstjóri rekstrarsviðs HS Veitna. Frá árinu 2011 hefur Helga Jóhanna verið eigandi og framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Carpe Diem og á árunum 2015-2020 meðeigandi og framkvæmdastjóri Strategic Leadership á Íslandi. Þá hefur Helga Jóhanna einnig verið framkvæmdastjóri fasteignafélagsins GMO ehf. frá árinu 2015. Áður starfaði Helga Jóhanna sem mannauðsstjóri Landsbréfa á árunum 2001 til 2003, sem forstöðumaður starfsmannaþjónustu Reykjanesbæjar á árunum 2003 til 2008 og sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Opinna Kerfa á árunum 2008 til 2011. Helga Jóhanna býr einnig yfir reynslu af stjórnarsetu, var varamaður í stjórn Frjálsa Lífeyrissjóðsins og er varamaður í stjórn Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Helga Jóhanna hefur einnig starfað fyrir Evrópusambandið, hvar hún tók að sér leiðtogaþróun á sveitastjórnarstigi í Kambódíu á árinu 2017. Þá sat Helga Jóhanna í Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar í átta ár og í fræðsluráði í fjögur ár auk þess að gegna stjórnarsetu í körfuknattleiksdeild U.M.F. Stjörnunnar til nokkurra ára.