Um Kviku

Kvika er sérhæfður fjárfestingabanki sem sinnir þörfum viðskiptavina á afmörkuðum syllum með fagþekkingu og sérhæfðu vöruframboði.

Kvika er umbreytingarbanki þar sem hugmyndum er breytt í tækifæri, tækifærum í aðgerðir og aðgerðum í fjárfestingar. Burðarás bankans er öflug eignastýring. 

Við veitum sparifjár- og innlánseigendum alhliða fjármálaþjónustu innan eignastýringar sem og sérbankaþjónustu. Fjárfestingarstefna okkar miðar að heildarhag allra sem að viðskiptunum koma, viðskiptavina, starfsmanna, eigenda og samfélagsins í heild. Velferð okkar byggir á traustu sambandi við viðskiptavini okkar og þekkingu og færni okkar við að stuðla að vexti þeirra og velgengni.

Hjá Kviku starfar hópur um 104 samhentra sérfræðinga sem nær árangri í krafti menntunar, markaðsþekkingar og víðtækrar reynslu.

Stjórnarhættir


Stjórn

Kristín Pétursdóttir, stjórnarformaður

Kristín Pétursdóttir útskrifaðist með Cand Ocean gráður frá Háskóla Íslands 1991 og lauk MBA námi við Handelshöyskolen i Bergen árið 1993. Kristín var annar stofnenda Auðar Capital og starfaði sem forstjóri þess fyrirtækis frá 2007 til 2013 og sem stjórnarformaður frá 2013-2017 (síðar Virðing hf.).   Hún var forstjóri Mentor hf. 2015-2017, framkvæmdarstjóri fjárstýringar Kaupings Banka frá 1997-2005 og aðstoðarforstjóri Kaupthing Singer & Friedlander frá 2005-2007.    Árin 1993-1997 starfaði Kristin hjá Statoil, Íslandsbanka og Skeljungi. Kristin hefur setið í stjórn Ölgerðarinnar, Tal, Yggdrasils, Kaupthing Singer & Friedlander, Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og Samtaka Fjármálafyrirtækja. 

Guðmundur Þórðarson

Guðmundur Þórðarson er viðskiptafræðingur og lauk Cand. Oecon. frá Háskóla Íslands árið 1997. Guðmundur hefur einnig lokið prófi í verðbréfamiðlun og eignastýringu í Bretlandi. Guðmundur starfaði á fjármálamarkaði á árunum 1997 til 2007. Frá árinu 2003 starfaði hann sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Straums fjárfestingabanka og áður á þróunarsviði og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og í eignastýringu Landsbréfa. Frá árinu 2007 hefur Guðmundur starfað við eigin fjárfestingar.

Inga Björg Hjaltadóttir, hdl.

Inga-Bjorg-Hjaltadottir-BWInga Björg Hjaltadóttir útskrifaðist með lagapróf frá Háskóla Íslands árið 1995. Hún öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2003. Inga Björg er meðeigandi og lögmaður Acta lögmannsstofu frá árinu 2006 og er jafnframt meðeigandi og ráðgjafi hjá Attentus mannauður og ráðgjöf frá árinu 2007. Hún hefur starfað sem stundakennari við Háskólann á Bifröst og við Háskólann í Reykjavík. Inga Björg starfaði sem deildarlögfræðingur hjá starfsmannaþjónustu Reykjavíkurborgar 1996-1999 og var síðasta árið staðgengill starfsmannastjóra Reykjavíkurborgar. Hún var deildarstjóri í starfsþróunardeild Eimskipafélags Íslands frá 1999-2003 og starfaði hjá DP lögmönnum 2003-2006. Inga Björg hefur setið í stjórnum Límtrés Vírnet, E-Farice og Smellins. Inga Björg var varamaður í Félagsdómi tilnefnd af fjármálaráðherra 2006-2010 og situr sem dómari í Félagsdómi tilnefnd af fjármálaráðherra frá árinu 2011.

Hrönn Sveinsdóttir

Hrönn Sveinsdóttir er viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði og lauk Cand. Oecon. frá Háskóla Íslands árið 1992.  Hrönn hefur starfað sem framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Vodafone (Fjarskipta hf.) frá árinu 2005. Áður starfaði Hrönn hjá Toyota (P. Samúelssyni hf.) frá árinu 1992, fyrst sem deildarstjóri reikningshalds og frá árinu 1999 sem framkvæmdastjóri fjármála- og starfsmannasviðs. Hrönn hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja meðal annars Almenna lífeyrissjóðsins, Húsasmiðjunnar, Farice og P/F Kall í Færeyjum.

Guðjón Reynisson

Kvika2018_gudjon-reynisson_bwGuðjón Reynisson er MBA frá Háskóla Íslands 2002, lauk Rekstrar- og viðskiptanámi frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 1999 og útskrifaðist með Íþróttakennararéttindi á grunn – og framhaldsskólastigi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1986. Guðjón er í dag sjálfstætt starfandi fjárfestir og stjórnarmaður.  Á árunum 2008-2017 starfaði hann sem forstjóri Hamleys of London. Fólst starfið í að móta og innleiða stefnu félagsins sem miðaði að því að stækka það úr einni verslun í aðþjóðlega keðju verslana. Guðjón leiddi sölu á félaginu árið 2011-12 og aftur 2015-16. Á árunum 2003-2007 gengdi Guðjón stöðu framkvæmdastjóra 10-11 verslananna. Þar áður frá 1998-2003 var hann framkvæmdstjóri sölusviðs Tals. Guðjón hefur setið í stjórn Festis hf. frá 2014.

Varastjórn

 • Kristín Guðmundsdóttir
 • Pétur Guðmundarson, hrl.

Skipurit

Skipurit-Kviku-isl-og-ens

Framkvæmdastjórn

Ármann Þorvaldsson, forstjóri

_thumb_19410Ármann Þorvaldsson hóf störf sem forstjóri Kviku í júní 2017. Ármann hefur starfað á fjármálamarkaði í rúm tuttugu ár. Á árunum 1997 til 2005 var hann framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings og frá 2005 til 2008 framkvæmdastjóri Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi. Síðar starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá fasteignalánafélaginu Ortus Secured Finance í London þar til hann gekk til liðs við Virðingu árið 2015. Hann starfaði hjá Virðingu þar til hann var ráðinn forstjóri Kviku, síðast sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar. Ármann útskrifaðist með MBA gráðu frá Boston University árið 1994 og er með BA gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands.

Marinó Örn Tryggvason, aðstoðarforstjóri 

MarinotMarinó Örn Tryggvason hóf störf sem aðstoðarforstjóri Kviku í ágúst 2017. Marinó starfaði áður í eignastýringu Arion banka og forvera bankans frá árinu 2002. Á árunum 2014 til 2017 var Marinó aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar Arion banka og á árunum 2007 til 2014 var hann forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta. Marinó sat í stjórn Varðar Trygginga frá 2016 til 2017. Marinó er með BSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Lilja Jensen, yfirlögfræðingur

Lilja-Jensen_BW

Lilja Jensen hefur starfað hjá Kviku og forvera hans frá árinu 2012 og sem yfirlögfræðingur bankans frá árinu 2015. Áður starfaði hún hjá LOGOS lögmannsþjónustu frá árinu 2008-2012, sem laganemi og sem fulltrúi. Áður starfaði Lilja sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala háskólasjúkrahúsi og Eir hjúkrunarheimili. Lilja er með BS gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands ásamt BA og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Lilja er jafnframt með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi.

Magnús Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri fjármála-og rekstrarsviðs

Magnus-Ingi-Einarsson-BWMagnús Ingi Einarsson er með yfir 10 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. Hann hóf störf  í áhættustýringu hjá Straumi-Burðarási árið 2006 og stýrði m.a. útlánaáhættu bankans frá árinu 2009. Magnús gegndi stöðu forstöðumanns áhættustýringar og síðar fjárstýringar frá stofnun Straums fjárfestingabanka fram til loka árs 2014. Frá þeim tíma hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar. Magnús er með MSc gráðu í vélaverkfræði frá Virginia Tech í Bandaríkjunum og BSc gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands.

Ásgeir H. Reykfjörð, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs

Asgeir-Helgi-Reykfjord-BWÁsgeir Helgi Reykfjörð Gylfason hdl. tók við stöðu yfirlögfræðings Kviku í október 2012. Ásgeir starfaði áður sem lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu. Fyrir þann tíma starfaði Ásgeir hjá Straumi fjárfestingabanka um nokkurra ára skeið. Ásgeir hefur einnig sinnt kennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík.


Bjarni Eyvinds, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta

Bjarni-Eyvinds-BWBjarni Eyvinds hóf störf hjá Kviku árið 2009. Bjarni hefur starfað á sviði verðbréfamiðlunar og markaðsviðskipta í rúm 10 ár áður hjá SPRON, MP Fjárfestingabanka, Íslandsbanka og Straumi fjárfestingabanka. Bjarni er með BBA gráðu frá George Washington University og hefur lokið prófi í verðbréfamiðlun.


Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar

Kvika2018_HanesFrimann_BWHannes Frímann Hrólfsson hefur starfað á fjármálamörkuðum í hátt í 20 ár. Hann tók við sem framkvæmdastjóri eignastýringar í október 2017 í framhaldi af kaupum Kviku á Virðingu hf. en þar hafði hann starfað sem forstjóri. Virðing og Auður Capital sameinuðust árið 2014 og var Hannes forstjóri Auðar Capital áður.  Hann var framkvæmdastjóri og einn stofnanda Tinda verðbréfa auk þess að hafa starfað hjá Arion banka og Kaupþingi, m.a. sem aðstoðarframkvæmdastjóri Fjárstýringar og Markaðsviðskipta.  Hannes er Cand.oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og ACI dealing prófi í gjaldeyris- og afleiðuviðskiptum

Baldur Stefánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar

Kvika2018_BaldurStefansson_BW

Baldur hóf störf hjá Kviku í september 2017. Hann hefur yfir 20 ára reynslu af fjárfestingarbankastarfsemi og fyrirtækjaráðgjöf bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Baldur kom til Kviku í kjölfar kaupa bankans á íslensku starfsemi norræna fjárfestingarbankans Beringer Finance þar sem Baldur var framkvæmdastjóri. Áður en Baldur gekk til liðs við Beringer Finance var hann meðeigandi og meðstofnandi í fjármálafyrirtækinu Arctica Finance í átta ár og þar áður verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans í fimm ár. Hann hefur í þessum störfum leitt mörg umfangsmikil fyrirtækjaráðgjafarverkefni innan lands, sem á milli landa, í ýmsum atvinnugreinum. Baldur nam hagfræði og stjórnmálafræði við HÍ á árunum 1992-1994 og útskrifaðist með MBA gráðu frá IESE í Barcelona árið 2004.

Undirnefnd stjórnar og endurskoðun

Áhættu- endurskoðunar- og starfskjaranefnd

 • Kristín Guðmundsdóttir, formaður
 • Jónas Hagan Guðmundsson
 • Pétur Guðmundarson, hrl.
 • Ritari nefndarinnar: Magnús Már Leifsson

Endurskoðun 

 • Deloitte

Samþykktir og starfsleyfi

Fundargerðir Aðalfunda

Fundargerðir Hluthafafunda

Samþykktir

Starfsleyfi


Fjölmiðlar

Eftirfarandi aðilar veita upplýsingar um starfsemi bankans:

 • Ármann Þorvaldsson, forstjóri, s. 540 3200
 • Marinó Örn Tryggvason, aðstoðarforstjóri, s.540 3200

Myndir

Merki bankans

Forstjóri

Húsnæði

Fjárfestatengsl

Skráningarskjal

2018

Fréttir


20182017

Fjárhagsupplýsingar 

2018

9 mánaða uppgjör- Fjárfestakynning 30.09.18
Árshlutauppgjör 30.06.18 Uppgjör 30.06.18  Fjárfestakynning 30.06.18

2017

Ársuppgjör 31.12.17Ársreikningur 2017Afkomutilkynning 2017
Árshlutauppgjör 30.06.17 Uppgjör 30.06.17Afkomutilkynning 30.06.17

2016

Ársuppgjör 31.12.16Ársreikningur 2016 Afkomutilkynning 2016
Árshlutauppgjör 30.06.16Uppgjör 30.06.16Afkomutilkynning 30.06.16 

2015

Ársuppgjör 31.12.15Ársreikningur 30.06.15Fréttatilkynning vegna uppgjörs 2015
Árshlutauppgjör 30.06.15 Uppgjör 30.06.15 
Fréttatilkynning vegna uppgjörs 30.06.15

2014

Ársuppgjör 31.12.14 Ársreikningur 2014Fréttatilkynning vegna uppgjörs 2014
Árshlutauppgjör 30.06.14Uppgjör 30.06.14Fréttatilkynning vegna uppgjörs 30.06.14

2013

Ársuppgjör 31.12.13Ársreikningur 2013Fréttatilkynning vegna uppgjörs 2013
Árshlutauppgjör 30.09.13Uppgjör 30.09.13Fréttatilkynning vegna uppgjörs 30.09.13
Árshlutauppgjör 30.06.13Uppgjör 30.06.13Fréttatilkynning vegna uppgjörs 30.06.13
Árshlutauppgjör 31.03.13Uppgjör 31.03.13Fréttatilkynning vegna uppgjörs 31.03.13

2012

Ársuppgjör 31.12.2012Ársreikningur 2012Fréttatilkynning vegna uppgjörs 2012
Árshlutauppgjör 30.09.12Uppgjör 30.09.12Fréttatilkynning vegna uppgjörs 30.09.12
Árshlutauppgjör 30.06.12Uppgjör 30.06.12Fréttatilkynning vegna uppgjörs 30.06.12

2011

Ársuppgjör 31.12.2011Ársreikningur 2011Fréttatilkynning vegna uppgjörs 2011
Árshlutauppgjör 30.06.2011Uppgjör 30.06.11Fréttatilkynning vegna uppgjörs 30.06.11

Lýsingar

Hluthafar 

Neðangreindur listi sýnir hluthafa Kviku með eignarhlut yfir 1% þann 15.1.2019

Nafn hluthafa
Eignarhlutur
Lífeyrissjóður verslunarmanna 9,49%-
RES II ehf.9,17%Sigurður Bollason (100%)
Vátryggingafélag Íslands hf.8,67% -
K2B fjárfestingar ehf.7,70%Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir (100%)
Arion banki hf4,98%-
Íslandsbanki hf.
 4,29%-
Lífsverk lífeyrissjóður 3,58%-
Sindrandi ehf. 2,48%Bogi Þór Siguroddsson (50%), Linda Björk Ólafsdóttir (50%) 
Mízar ehf. 2,09%Guðmundur Steinar Jónsson (100%)
Breiðahvarf ehf.
 1,90%Sigurður Sigurgeirsson (100%)
Akta HS1
1,79% -
Titania ehf1,79% Berglind Björk Jónsdóttir (50%), Sigurður Örn Eiríksson (50%)
MK 4 ehf.1,68% Q44 ehf. (100%)
P 126 ehf.1,59%  Einar Sveinsson (100%)
Eignarhaldsf. VGJ ehf.1,45%Eiríkur Vignisson (90%) og Sigríður Eiríksdóttir (10%)
Frjálsi lífeyrissjóðurinn1,43%  -
Festa lífeyrissjóður1,41% -
Miðeind ehf.1,36%Vilhjálmur Þorsteinsson (100%)
Landsbréf - Úrvalsbréf1,27%-
RPF ehf.1,22% -
Stekkur fjárfestingarfélag ehf.
 1,12%Kristinn Aðalsteinsson (100%)  
Akta HL11,10%-
Birta lífeyrissjóður1,01% -
Aðrir <1%27,42%
Útgefið hlutafé100% 


Samfélag

Það er hluti af fjárfestingastefnu Kviku  að huga ávallt að heildarhag þeirra sem að viðskiptunum koma jafnt viðskiptavina, starfsmanna, eigenda og samfélagsins í heild. Eignarhald bankans er gagnsætt og hann er eini banki landsins að fullu í eigi einkaaðila. 

Stefna um samfélagslega ábyrgð

Umhverfi

 • Starfsmenn eru hvattir til að nýta sér vistvænan samgöngumáta, svo sem göngu, hjólreiðar eða almenningssamgöngur og stendur starfsmönnum til boða að gera samgöngusamning sem kveður á um árlegan samgöngustyrk. 
 • Við spörum orku með því að lágmarka kerfisbundið lýsingu í starfsstöðvum bankans utan vinnutíma. 
 • Við takmörkum notkun á pappír með því að senda ekki yfirlit umfram það sem nauðsyn krefur. 
 • Við nýtum rafrænar dreifileiðir s.s. netbanka, tölvupóst og heimasíðu bankans til að veita viðskiptavinum upplýsingar. Öll skjöl og viðskiptastaða eru aðgengileg í netbanka. 
 • Við takmörkum óþarfa prentun og aukum öryggi í meðferð gagna með því að aðgangstengja prentarakerfi okkar starfsmannakortum. 
 • Við nýtum okkur fjarfundabúnað í stað ferðalaga eins mikið og kostur er.  

Jafnrétti 

 • Við leggjum metnað okkar í að skapa öllum jöfn tækifæri innan bankans og tryggja að fólk geti notið hæfileika sinna óháð óviðkomandi þáttum, svo sem kyni eða kynþætti. 
 • Við leggjum áherslu á að ráða inn fólk með ólíkan bakgrunn sem skilar sér í nýjum lausnum og leiðum að settu marki. 
 • Kynbundin mismunun mun ekki vera liðin, í hvaða formi sem hún birtist og er það stefna Kviku að útrýma slíkri mismunun komi hún í ljós. 
 • Jafnréttisáætlun er sett fram til þriggja ára í senn með það að markmiði að stuðla að aukinni kynjasamþættingu í allri starfsemi bankans. Í jafnréttisáætlun eru sett fram markmið og aðgerðaáætlun tengd ráðningum og tilfærslum í starfi, skipan í ábyrgðarstöður og nefndir, launajafnrétti, starfsþjálfun og endurmenntun, samþættingu fjölskyldu- og einkalífs og kynbundnu áreiti og einelti. 

Tengd skjöl