Um Kviku

Kvika er sérhæfður fjárfestingabanki sem sinnir þörfum viðskiptavina á afmörkuðum syllum með fagþekkingu og sérhæfðu vöruframboði.  

Kvika er umbreytingarbanki þar sem hugmyndum er breytt í tækifæri, tækifærum í aðgerðir og aðgerðum í fjárfestingar. Burðarás bankans er öflug eignastýring. 

Við veitum sparifjár- og innlánseigendum alhliða fjármálaþjónustu innan eignastýringar sem og sérbankaþjónustu. Fjárfestingarstefna okkar miðar að heildarhag allra sem að viðskiptunum koma, viðskiptavina, starfsmanna, eigenda og samfélagsins í heild. Velferð okkar byggir á traustu sambandi við viðskiptavini okkar og þekkingu og færni okkar við að stuðla að vexti þeirra og velgengni.

Hjá Kviku starfar hópur um 86 samhentra sérfræðinga sem nær árangri í krafti menntunar, markaðsþekkingar og víðtækrar reynslu.

Stjórnarhættir


Stjórn

Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður

Thorsteinn-Palsson-BWÞorsteinn útskrifaðist með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1974. Þorsteinn starfaði sem ritstjóri Fréttablaðsins árin 2006 til 2009, en þar á undan sem sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn 2003 til 2005 og í London 1999 til 2002. Þorsteinn tók sæti á Alþingi árið 1983. Hann var formaður Sjálfstæðisflokksins frá 1983 til 1991, fjármálaráðherra 1985 til 1987 og forsætisráðherra 1987 til 1988. Á árunum 1991 til 1999 gegndi hann embætti sjávarútvegsráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra. Þorsteinn hefur einnig sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum í hinum ýmsu nefndum og stjórnum.

Jónas Hagan Guðmundsson, varaformaður stjórnar

Jonas-Hagan-BWJónas Hagan Guðmundsson útskrifaðist með BS í Stjórnmálafræðum og Alþjóðlegum viðskiptum frá Wake Forest University í NC, US – 1992 og frá INSEAD í Frakklandi úr Young Managers Program árið 2000. Jónas er meðeigandi að Varða Capital ehf., en var meðal annas framkvæmdastjóri og í stjórn Fintrax Group Holdings Ltd. frá árunum 2013-2014, forstjóri í Tax Free Worldwide ltd. til ársins 2013 og forstjóri Global Blue í Danmörku árið 2000.  Jónas stofnaði Global Blue á Íslandi 1996 og Tax Free Worldwide ltd. (TFW) árið 2001 en Jónas var bæði forstjóri og stjórnarformaður TFW til ársins 2013.

Inga Björg Hjaltadóttir, hdl.

Inga-Bjorg-Hjaltadottir-BWInga Björg Hjaltadóttir útskrifaðist með lagapróf frá Háskóla Íslands árið 1995. Hún öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2003. Inga Björg er meðeigandi og lögmaður Acta lögmannsstofu frá árinu 2006 og er jafnframt meðeigandi og ráðgjafi hjá Attentus mannauður og ráðgjöf frá árinu 2007. Hún hefur starfað sem stundakennari við Háskólann á Bifröst og við Háskólann í Reykjavík. Inga Björg starfaði sem deildarlögfræðingur hjá starfsmannaþjónustu Reykjavíkurborgar 1996-1999 og var síðasta árið staðgengill starfsmannastjóra Reykjavíkurborgar. Hún var deildarstjóri í starfsþróunardeild Eimskipafélags Íslands frá 1999-2003 og starfaði hjá DP lögmönnum 2003-2006. Inga Björg hefur setið í stjórnum Límtrés Vírnet, E-Farice og Smellins. Inga Björg var varamaður í Félagsdómi tilnefnd af fjármálaráðherra 2006-2010 og situr sem dómari í Félagsdómi tilnefnd af fjármálaráðherra frá árinu 2011.

Hrönn Sveinsdóttir

Hrönn Sveinsdóttir er viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði og lauk Cand. Oecon. frá Háskóla Íslands árið 1992.  Hrönn hefur starfað sem framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Vodafone (Fjarskipta hf.) frá árinu 2005. Áður starfaði Hrönn hjá Toyota (P. Samúelssyni hf.) frá árinu 1992, fyrst sem deildarstjóri reikningshalds og frá árinu 1999 sem framkvæmdastjóri fjármála- og starfsmannasviðs. Hrönn hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja meðal annars Almenna lífeyrissjóðsins, Húsasmiðjunnar, Farice og P/F Kall í Færeyjum.

Guðmundur Þórðarson

Guðmundur Þórðarson er viðskiptafræðingur og lauk Cand. Oecon. frá Háskóla Íslands árið 1997. Guðmundur hefur einnig lokið prófi í verðbréfamiðlun og eignastýringu í Bretlandi. Guðmundur starfaði á fjármálamarkaði á árunum 1997 til 2007. Frá árinu 2003 starfaði hann sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Straums fjárfestingabanka og áður á þróunarsviði og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og í eignastýringu Landsbréfa. Frá árinu 2007 hefur Guðmundur starfað við eigin fjárfestingar.

Varastjórn

 • Kristín Guðmundsdóttir
 • Pétur Guðmundarson, hrl.

SkipuritFramkvæmdastjórn

Sigurður Atli Jónsson, forstjóri

Sigurdur-Atli-Jonsson-BW_2Sigurður Atli Jónsson tók við stöðu forstjóra Kviku í júlí 2011. Sigurður Atli stofnaði ALFA verðbréf árið 2004 og starfaði þar sem framkvæmdastjóri en þar áður var hann forstjóri Landsbréfa hf. og framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbanka Íslands hf. Hann hóf störf á fjármálamarkaði árið 1994 hjá Landsbréfum en þar áður starfaði hann sem hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun. Á árunum 2003-2007 var hann stundakennari í fjármálum við Háskólann í Reykjavík. Sigurður Atli hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, s.s. Kauphallar Íslands, Verðbréfaskráningar Íslands, Heritable Bank í Bretlandi, Líftryggingafélags Íslands, Atorku, Icelandair Group, Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og Landsvaka. Sigurður Atli er með meistaragráðu í hagfræði frá Queen's University í Kanada 1994 og B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands 1992, ásamt prófi í verðbréfamiðlun.

Bjarni Eyvinds, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta

Bjarni-Eyvinds-BWBjarni Eyvinds hóf störf hjá Kviku árið 2009. Bjarni hefur starfað á sviði verðbréfamiðlunar og markaðsviðskipta í rúm 10 ár áður hjá SPRON, MP Fjárfestingarbanka, Íslandsbanka og Straumi Burðarás Fjárfestingarbanka. Bjarni er með BBA frá George Washington University og hefur lokið prófi í verðbréfamiðlun.


Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar

Magnus-Bjarnason-BWMagnús Bjarnason útskrifaðist með MBA gráðu frá Thunderbird School of Global Management 1992 og B.Sc gráðu frá Nova Southeastern University 1987 með áherslu á banka og fjármálastarfsemi. Hann starfaði sem forstjóri Icelandic Group 2012 -2014, framkvæmdastjóri markaðs og viðskiptaþróunar Landsvirkjunar frá febrúar 2010 til desember 2012. Hann var framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Íslandsbanka og dótturfyrirtækis þess í Bandaríkjunum Glitnir Captial Corporation 2005-2008, sem síðar varð Glacier Partners sem hann veitti forstöðu til febrúar 2010. Magnús var viðskiptafulltrúi og aðalræðismaður Íslands í New York 1997-2003 og sendifulltrúi og staðgengill sendiherra Íslands í Kína 2003-2005. Magnús situr í stjórn American Scandinavian Foundation í New York, viðskiptaráðs Íslands og Carbon Recycling International. Hann sat í stjórn Senu 2009-2013 og Farice 2010-2012.

Ásgeir H. Reykfjörð, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs

Asgeir-Helgi-Reykfjord-BWÁsgeir Helgi Reykfjörð Gylfason hdl. tók við stöðu yfirlögfræðings Kviku í október 2012. Ásgeir starfaði áður sem lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu. Fyrir þann tíma starfaði Ásgeir hjá Straumi fjárfestingarbanka um nokkurra ára skeið. Ásgeir hefur einnig sinnt kennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík.


Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar

Sigurdur-Hannesson-BWSigurður Hannesson hóf störf hjá Kviku í janúar 2013. Sigurður hefur starfað sem framkvæmdastjóri Júpíters rekstrarfélags hf. frá júlí 2010.  Áður starfaði hann hjá Straumi Fjárfestingabanka á sviði markaðsviðskipta þar sem hann m.a. stýrði afleiðuborði bankans og kom að stefnumótun og uppbyggingu markaðsviðskipta. Auk starfa sinna í fjármálageiranum hefur Sigurður meðal annars verið prófdómari við verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ og stundað kennslu við HÍ og University of Oxford. Sigurður er stærðfræðingur að mennt með doktorspróf frá University of Oxford og er með próf í verðbréfamiðlun.

Magnús Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri fjármála-og rekstrarsviðs

Magnus-Ingi-Einarsson-BWMagnús Ingi Einarsson er með 9 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. Hann með B.Sc. Gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Virginia Tech í Bandaríkjunum. Hann hóf störf  í áhættustýringu hjá Straumi-Burðarási árið 2006 og stýrði m.a. útlánaáhættu bankans frá árinu 2009. Magnús gegndi stöðu forstöðumanns áhættustýringar og síðar fjárstýringar frá stofnun Straums fjárfestingabanka fram til loka árs 2014. Frá þeim tíma hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar. Magnús situr í stjórn Íslenskra verðbréfa.

Samþykktir og starfsleyfi

Samþykktir

Starfsleyfi


Fjölmiðlar

Eftirfarandi aðilar veita upplýsingar um starfsemi bankans:

 • Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður, s. 540 3200

Myndir

Merki bankans

Forstjóri

Húsnæði

Stjórnarformaður

Fjárfestar

Fjárhagsupplýsingar 

2016

Ársuppgjör 31.12.16Ársreikningur 2016 Afkomutilkynning 2016
Árshlutauppgjör 30.06.16Uppgjör 30.06.16Afkomutilkynning 30.06.16 

2015

Ársuppgjör 31.12.15Ársreikningur 30.06.15Fréttatilkynning vegna uppgjörs 2015
Árshlutauppgjör 30.06.15 Uppgjör 30.06.15 
Fréttatilkynning vegna uppgjörs 30.06.15

2014

Ársuppgjör 31.12.14 Ársreikningur 2014Fréttatilkynning vegna uppgjörs 2014
Árshlutauppgjör 30.06.14Uppgjör 30.06.14Fréttatilkynning vegna uppgjörs 30.06.14

2013

Ársuppgjör 31.12.13Ársreikningur 2013Fréttatilkynning vegna uppgjörs 2013
Árshlutauppgjör 30.09.13Uppgjör 30.09.13Fréttatilkynning vegna uppgjörs 30.09.13
Árshlutauppgjör 30.06.13Uppgjör 30.06.13Fréttatilkynning vegna uppgjörs 30.06.13
Árshlutauppgjör 31.03.13Uppgjör 31.03.13Fréttatilkynning vegna uppgjörs 31.03.13

2012

Ársuppgjör 31.12.2012Ársreikningur 2012Fréttatilkynning vegna uppgjörs 2012
Árshlutauppgjör 30.09.12Uppgjör 30.09.12Fréttatilkynning vegna uppgjörs 30.09.12
Árshlutauppgjör 30.06.12Uppgjör 30.06.12Fréttatilkynning vegna uppgjörs 30.06.12

2011

Ársuppgjör 31.12.2011Ársreikningur 2011Fréttatilkynning vegna uppgjörs 2011
Árshlutauppgjör 30.06.2011Uppgjör 30.06.11Fréttatilkynning vegna uppgjörs 30.06.11

Verðbréfalýsingar

Hluthafar 

Neðangreindur listi sýnir hluthafa Kviku með eignarhlut yfir 1% 15.03.2017.

Nafn hluthafa
Eignarhlutur
Vátryggingafélag Íslands hf. 24,89%
Lífeyrissjóður verslunarmanna9,53% -
Brimgarðar ehf.8,31%Eggert Árni Gíslason (10%), Halldór Páll Gíslason (10%), Guðný Edda Gísladóttir (10%), Gunnar Þór Gíslason (10%), Cold Rock Investment Ltd. (60%).
K2B fjárfestingar8,00%Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir (100%)
Varða Capital ehf.7,69% Grímur A. Garðarsson (50%), Edward Schmidt (25%), Jónas H. Guðmundsson (25%)
Sigla ehf7,27%Tómas Kristjánsson (50%), Finnur Reyr Stefánsson (25%), Steinunn Jónsdóttir (25%)
Grandier ehf.7,00%Donald McCarthy, Þorsteinn Gunnar Ólafsson, Sigurður Bollason
Mízar ehf6,60%Guðmundur Steinar Jónsson (100%)
Tryggingamiðstöðin hf.3,60%
MP Canada Iceland Ventures Inc.2,40% Robert Reich (100%) 
Alkor ehf.1,94% Berglind Björk Jónsdóttir (100%)
Eiríks ehf. 1,80% Stefán Eiríks Stefánsson (100%)
P 126 ehf.1,20% Einar Sveinsson (100%) 
Stekkur fjárfestingarfélag ehf.1,20% Kristinn Aðalsteinsson (100%) 
Aðrir <1%7,84%
Samtals99,29% 
Eigin hlutir 
0,71%  
Útgefið hlutafé100%  


Samfélag

Það er hluti af fjárfestingastefnu Kviku  að huga ávallt að heildarhag þeirra sem að viðskiptunum koma jafnt viðskiptavina, starfsmanna, eigenda og samfélagsins í heild. Eignarhald bankans er gagnsætt og hann er eini banki landsins að fullu í eigi einkaaðila. 

Umhverfi

 • Starfsmenn eru hvattir til að nýta sér vistvænan samgöngumáta, svo sem göngu, hjólreiðar eða almenningssamgöngur og stendur starfsmönnum til boða að gera samgöngusamning sem kveður á um árlegan samgöngustyrk. 
 • Við spörum orku með því að lágmarka kerfisbundið lýsingu í starfsstöðvum bankans utan vinnutíma. 
 • Við takmörkum notkun á pappír með því að senda ekki yfirlit umfram það sem nauðsyn krefur. 
 • Við nýtum rafrænar dreifileiðir s.s. netbanka, tölvupóst og heimasíðu bankans til að veita viðskiptavinum upplýsingar. Öll skjöl og viðskiptastaða eru aðgengileg í netbanka. 
 • Við takmörkum óþarfa prentun og aukum öryggi í meðferð gagna með því að aðgangstengja prentarakerfi okkar starfsmannakortum. 
 • Við nýtum okkur fjarfundabúnað í stað ferðalaga eins mikið og kostur er.  

Jafnrétti 

 • Við leggjum metnað okkar í að skapa öllum jöfn tækifæri innan bankans og tryggja að fólk geti notið hæfileika sinna óháð óviðkomandi þáttum, svo sem kyni eða kynþætti. 
 • Við leggjum áherslu á að ráða inn fólk með ólíkan bakgrunn sem skilar sér í nýjum lausnum og leiðum að settu marki. 
 • Kynbundin mismunun mun ekki vera liðin, í hvaða formi sem hún birtist og er það stefna Kviku að útrýma slíkri mismunun komi hún í ljós. 
 • Jafnréttisáætlun er sett fram til þriggja ára í senn með það að markmiði að stuðla að aukinni kynjasamþættingu í allri starfsemi bankans. Í jafnréttisáætlun eru sett fram markmið og aðgerðaáætlun tengd ráðningum og tilfærslum í starfi, skipan í ábyrgðarstöður og nefndir, launajafnrétti, starfsþjálfun og endurmenntun, samþættingu fjölskyldu- og einkalífs og kynbundnu áreiti og einelti. 

Samstarfsaðilar  

Kvika styður árlega við fjölmörg samfélagsleg verkefni og meðal samstarfsaðila bankans undanfarin ár er Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF á Íslandi).  

UNICEF

Kvika er aðalsamstarfsaðili Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF á Íslandi) á sviði bankaþjónustu, auk þess að vera sérstakur velunnari heimsforeldra. Frá árinu 2011 hefur Kvika tryggt UNICEF lægsta mögulega bankakostnað, auk þess sem Kvika styrkir ýmis verkefni UNICEF á Íslandi með beinum fjárframlögum. 

UNICEF er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum, berst fyrir réttindum allra barna og sinnir bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. Samtökin gegna auk þess vaxandi hlutverki til eflingar velferðar barna á Íslandi. 

Vefsíða UNICEF

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum

Kvika hefur undirritað styrktarsaming við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum sem felur í sér álegan styrk til stofnunarinnar til ársins 2018. Styrkurinn nemur einni milljón króna á ári og hefur samstarfið staðið frá árinu 2013. 

Styrkjunum verður varið til daglegrar starfsemi vegna undirbúnings Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar, sem mun starfa undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Starfsemi þessa alþjóðlega þekkingarseturs er ætlað að heiðra störf Vigdísar í þágu tungumála og halda áfram því brautryðjendastarfi sem hún hefur unnið á alþjóðavettvangi sem fyrsti og eini velgjörðarsendiherra tungumála í heiminum hjá UNESCO. 

Vefsíða Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum

Vefsíða um líf og störf Vigdísar Finnbogadóttur

Stjarnan - Meistaraflokkur kvenna

Kvika hefur stutt við meistaraflokk kvenna í fótbolta hjá Stjörnunni frá árinu 2013. Styrktarsamningurinn var endurnýjaður árið 2016, með undirritun þriggja ára styrktarsamnings og er Kvika nú einn af aðalstyrktaraðilum meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni. 

Vefsíða Stjörnunnar