15. mars 2017

Aðalfundur Kviku 2017

Kvika banki hf. hélt aðalfund sinn miðvikudaginn 15. mars í húsakynnum bankans að Borgartúni 25 í Reykjavík.

Á fundinum var ársreikningur fyrir árið 2016 samþykktur og tillögur stjórnar bankans teknar til afgreiðslu og allar samþykktar. Hagnaður Kviku árið 2016 nam 1.928 milljónum króna og arðsemi eiginfjár var 34,7%.  

Ný stjórn var kjörin og skipa eftirtaldir aðilar nýja stjórn Kviku: Þorsteinn Pálsson, Jónas Hagan Guðmundsson, Inga Björg Hjaltadóttir, Hrönn Sveinsdóttir og Guðmundur Þórðarson. Finnur Reyr Stefánsson og Anna Skúladóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Kviku. Til setu í varastjórn Kviku voru kjörin Kristín Guðmundsdóttir og Pétur Guðmundarson.

Samþykkt var greiða arð til hluthafa í B-flokki í samræmi við samþykktir félagsins og að ekki yrði greiddur arður til hluthafa í A-flokki. Þá var stjórn félagsins veitt heimild til að hækka hlutafé félagsins í A-flokki um allt að 200 milljónir króna með áskrift nýrra hluta, þar sem hluthafar hafa forgangsrétt til áskriftar að nýjum hlutum í hlutfalli við skráða hlutafjáreign sína í félaginu. Heimildin er til fimm ára og háð einróma samþykki stjórnar.

Á fundinum fóru einnig fram hefðbundin aðalfundarstörf eins og kosning endurskoðenda, samþykkt starfskjarastefnu, ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna og samantekt stjórnar um hlutafjáreign og samstæðutengsl.

Til baka