Fréttir

27.4.2017 : 397 milljóna króna hagnaður Kviku á fyrsta ársfjórðungi

Samkvæmt óendurskoðuðu samstæðuuppgjöri Kviku banka hf. fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2017 sem kynnt var á stjórnarfundi í dag nemur hagnaður eftir skatta 397 milljónum króna. Það er betri afkoma en áætlanir bankans gerðu ráð fyrir. Afkoma fyrstu þrjá mánuði ársins 2017 er allmikið hærri en afkoma bankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2016 sem nam um 176 milljónum króna.

5.4.2017 : Kvika velunnari heimsforeldra

UNICEF á Íslandi og Kvika endurnýjuðu nýverið styrktarsamning. Kvika er aðalsamstarfsaðili UNICEF á Íslandi á sviði bankaþjónustu, auk þess að vera sérstakur velunnari heimsforeldra. Á Íslandi eru vel yfir 25.000 heimsforeldrar og eru þeir hvergi hlutfallslega fleiri en hér á landi.

4.4.2017 : Arnar og Júlíus til liðs við markaðsviðskipti Kviku

Arnar Arnarsson og Júlíus Heiðarsson hafa verið ráðnir til markaðsviðskipta Kviku. Arnar og Júlíus hafa starfað á fjármálamörkuðum um árabil og hafa mikla reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum, jafnt innanlands sem erlendis.