Fréttir

27.3.2017 : Kvika gefur út sex mánaða víxla

Kvika banki hf. hefur gefið út sex mánaða víxla að fjárhæð 2.000 milljónir króna. Um er að ræða útgáfu í víxlaflokknum KVB 17 0921 og er heildarheimild flokksins 2.000 m.kr. Fjármálaeftirlitið staðfesti lýsingu vegna umsóknar um töku víxlanna til viðskipta, þann 24. mars 2017, og sótt hefur verið um töku víxlanna til viðskipta í Kauphöll Íslands. 

24.3.2017 : Verðbréfamarkaður á tímamótum

Samtök fjármálafyrirtækja og Nasdaq Iceland stóðu í morgun fyrir fundi um íslenskan verðbréfamarkað í alþjóðlegu umhverfi.  Á fundinum flutti Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku, erindi sem bar nafnið Verðbréfamarkaður á tímamótum. Erindi Sigurðar Atla fjallaði um þau tækifæri og áskoranir sem felast í því að Ísland sé á ný orðið hluti af alþjóðamarkaði eftir afnám hafta. Aðrir framsögumenn á fundinum voru Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland.

21.3.2017 : Kvika lýkur víxlaútboði

Kvika banki hf. hefur lokið útboði á sex mánaða víxlum í nýjum flokki, KVB 17 0921. Í heildina bárust tilboð upp á 2.670 milljónir kr. og var tilboðum tekið fyrir 2.000 milljónir kr. Víxlarnir voru seldir á 5,45% flötum vöxtum og áætlað er að taka þá til viðskipta á Nasdaq Ísland í næstu viku.