Fréttir

5.4.2017 : Kvika velunnari heimsforeldra

UNICEF á Íslandi og Kvika endurnýjuðu nýverið styrktarsamning. Kvika er aðalsamstarfsaðili UNICEF á Íslandi á sviði bankaþjónustu, auk þess að vera sérstakur velunnari heimsforeldra. Á Íslandi eru vel yfir 25.000 heimsforeldrar og eru þeir hvergi hlutfallslega fleiri en hér á landi.

4.4.2017 : Arnar og Júlíus til liðs við markaðsviðskipti Kviku

Arnar Arnarsson og Júlíus Heiðarsson hafa verið ráðnir til markaðsviðskipta Kviku. Arnar og Júlíus hafa starfað á fjármálamörkuðum um árabil og hafa mikla reynslu og þekkingu á verðbréfamörkuðum, jafnt innanlands sem erlendis.

4.4.2017 : Kvika leitar eftir starfsmanni í bakvinnslu erlendra viðskipta

Kvika leitar eftir öflugum og reynslumiklum einstaklingi til starfa í bakvinnslu erlendra viðskipta. Starfið felst í dag-legri umsjón með erlendum greiðslum, afstemmingumog skýrslugerð. Starfið felur einnig í sér mikil samskiptivið erlendar bankastofnanir.