Fréttir

20.6.2017 : Kvika gerir kauptilboð í allt útgefið hlutafé Virðingar

Stjórn Kviku hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Virðingar. Ef af kaupunum verður er stefnt að því að sameina félögin.

Kaupverð samkvæmt tilboðinu nemur 2.560 milljónum króna og verður greitt með reiðufé. Kaupin eru háð ákveðnum skilyrðum, þar á meðal samþykki hluthafa beggja félaga og samþykkis eftirlitsstofnana.

20.6.2017 : Bjarki Sigurðsson ráðinn til einkabankaþjónustu Kviku

Bjarki Sigurðsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í einkabankaþjónustu Kviku. Bjarki er mjög reynslumikill og hefur starfað í einkabankaþjónustu og verðbréfaráðgjöf hjá Arion banka og forverum hans frá árinu 1999.

17.6.2017 : Kvika lýkur víxlaútboði

Kvika banki hf. hefur lokið útboði á sex mánaða víxlum í nýjum flokki, KVB 17 1221.