Fréttir

15.8.2017 : Marinó Örn Tryggvason hefur störf sem aðstoðarforstjóri Kviku

Marinó Örn Tryggvason hefur hafið störf sem aðstoðarforstjóri Kviku. Marinó starfaði áður í eignastýringu Arion banka og forvera bankans frá árinu 2002. Síðast starfaði Marinó sem aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar Arion frá árinu 2014 og fyrir þann tíma var hann forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta frá 2007.

10.8.2017 : Kvika birtir árshlutareikning fyrri hluta ársins 2017 í viku 33

Kvika banki hf. mun birta árshlutareikning fyrri hluta ársins 2017 í 33. viku (vikan 14. ágúst - 18. ágúst 2017).

9.8.2017 : Hækkun hlutafjár

Stjórn Kviku banka hf. samþykkti í dag, 9. ágúst 2017, að hækka hlutafé Kviku í A-flokki um kr. 300.000.000 að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta.