Fréttir

14.7.2017 : Hluthafar Kviku samþykkja aukna heimild stjórnar til hækkunar hlutafjár

Hluthafafundur Kviku banka hf. fór fram í dag, 14. júlí 2017. Á fundinum var samþykkt að hækka heimild stjórnar til hlutafjárhækkunar samkvæmt A lið bráðabirgðaákvæðis I í samþykktum félagsins úr 200 milljónum króna í 400 milljónir króna að nafnvirði. Verði önnur skilyrði samþykkts kauptilboðs Kviku banka hf. í allt hlutafé Virðingar hf. uppfyllt er gert ráð fyrir að andvirði hlutafjárhækkunar samkvæmt heimildinni verði nýtt til greiðslu kaupverðs alls hlutafjár Virðingar hf.

30.6.2017 : Kvika kaupir allt hlutafé í Virðingu hf.

Eigendur 96,69% hlutafjár í Virðingu hafa samþykkt tilboð stjórnar Kviku í hlutafé fyrirtækisins, en skilyrði var að tilboðið yrði samþykkt af eigendum meira en 90% hlutafjár. Kaupverð nemur 2.560 milljónum króna og verður greitt með reiðufé. Kaupin eru áfram háð samþykki á hluthafafundi Kviku og samþykkis eftirlitsstofnana.

20.6.2017 : Kvika gerir kauptilboð í allt útgefið hlutafé Virðingar

Stjórn Kviku hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Virðingar. Ef af kaupunum verður er stefnt að því að sameina félögin.

Kaupverð samkvæmt tilboðinu nemur 2.560 milljónum króna og verður greitt með reiðufé. Kaupin eru háð ákveðnum skilyrðum, þar á meðal samþykki hluthafa beggja félaga og samþykkis eftirlitsstofnana.