Fréttir

21.3.2017 : Kvika lýkur víxlaútboði

Kvika banki hf. hefur lokið útboði á sex mánaða víxlum í nýjum flokki, KVB 17 0921. Í heildina bárust tilboð upp á 2.670 milljónir kr. og var tilboðum tekið fyrir 2.000 milljónir kr. Víxlarnir voru seldir á 5,45% flötum vöxtum og áætlað er að taka þá til viðskipta á Nasdaq Ísland í næstu viku.

15.3.2017 : Aðalfundur Kviku 2017

Kvika banki hf. hélt aðalfund sinn miðvikudaginn 15. mars í húsakynnum bankans að Borgartúni 25 í Reykjavík.

Á fundinum var ársreikningur fyrir árið 2016 samþykktur og tillögur stjórnar bankans teknar til afgreiðslu og allar samþykktar. Hagnaður Kviku árið 2016 nam 1.928 milljónum króna og arðsemi eiginfjár var 34,7%.  

9.3.2017 : Lækkum vexti með stöðugleikasjóði

Ef rétt er á málum haldið má lækka vexti með stofnun stöðugleikasjóðs sem hefði sveiflujöfnun hagkerfisins og opinberan sparnað að leiðarljósi.