Fréttir

17.11.2017 : Kvika og Virðing sameinuð

Kvika banki hf. og Virðing hf. sameinuðust í dagslok í dag og mun sameinað félag opna mánudaginn 20. nóvember undir nafni og kennitölu Kviku. Með samrunanum tekur Kvika yfir öll réttindi og skyldur Virðingar.

9.11.2017 : LYFJA HF. - Opið söluferli

Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hf., fyrir hönd Lindarhvols ehf., auglýsir Lyfju hf. til sölu. Lyfja er stærsta keðja apóteka og heilsuverslana á Íslandi en samtals rekur félagið 50 apótek, útibú og verslanir, auk minni útibúa, sem staðsett eru um land allt undir merkjum Lyfju, Apóteksins og Heilsuhússins. Einnig á Lyfja dótturfélagið Heilsu ehf. sem sérhæfir sig í innflutningi og dreifingu á matvörum, vítamínum, snyrtivörum og almennri apóteksvöru.

18.8.2017 : Hagnaður Kviku á fyrri hluta árs 2017 tæpur milljarður

Hagnaður Kviku fyrstu sex mánuði ársins 2017 nam 946 milljónum króna samanborið við 378 milljónir króna á fyrri helmingi 2016. Mikill tekjuvöxtur var á fyrri helmingi árs 2017 samanborið við fyrri hluta árs 2016. Hreinar vaxtatekjur námu 807 milljónum króna á fyrri helmingi 2017 sem er 53% aukning frá fyrri helmingi 2016.