Fréttir

18.8.2017 : Hagnaður Kviku á fyrri hluta árs 2017 tæpur milljarður

Hagnaður Kviku fyrstu sex mánuði ársins 2017 nam 946 milljónum króna samanborið við 378 milljónir króna á fyrri helmingi 2016. Mikill tekjuvöxtur var á fyrri helmingi árs 2017 samanborið við fyrri hluta árs 2016. Hreinar vaxtatekjur námu 807 milljónum króna á fyrri helmingi 2017 sem er 53% aukning frá fyrri helmingi 2016.

15.8.2017 : Marinó Örn Tryggvason hefur störf sem aðstoðarforstjóri Kviku

Marinó Örn Tryggvason hefur hafið störf sem aðstoðarforstjóri Kviku. Marinó starfaði áður í eignastýringu Arion banka og forvera bankans frá árinu 2002. Síðast starfaði Marinó sem aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar Arion frá árinu 2014 og fyrir þann tíma var hann forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta frá 2007.

10.8.2017 : Kvika birtir árshlutareikning fyrri hluta ársins 2017 í viku 33

Kvika banki hf. mun birta árshlutareikning fyrri hluta ársins 2017 í 33. viku (vikan 14. ágúst - 18. ágúst 2017).